Monday, March 26, 2007

Apkoobi Arae-makki Naeryo-chagi

Ég er kominn með gula beltið í Taekwondo, sem jafngildir 8unda kup. Byrjar með 10unda kup og vinnur þig upp í 1st kup, sem er rautt belti með 3 svörtum röndum. Eftir það er hægt að fá svart belti og safna sér dan gráðum. Við Björn mössuðum að vakna eldsnemma á sunnudagsmorgni til að mæta í próf, þrátt fyrir að klukkutími hefði verið rændur af okkur í nafni sumartíma. Nú á ég lágar beltagráður í þremur asískum bardagaíþróttum, en fyrir hef ég nokkrar neðrigráður í jiu jitsu og karate. Nú er spurning hvort maður haldist í þessu og eignist svart belti, eða haldi áfram að safna neðri gráðum úr fleiri bardagalistum. Væri gaman að verða ógurlega góður í einhverju einhvern tíman á ævinni. Virðist geta orðið mellufær í flestu sem ég tek mér fyrir hendur, en maður er aldrei með þeim bestu. Eitthvað til að stefna að. En kannski er það ofmikið vesen. Ætli það sé ekki meira gaman hjá okkur B-fólkinu.
Þeim sem langar að ljá skoðun sína á málinu er frjálst að gera svo. Eitthvað minna samt verið um það síðustu daga.

Lag dagsins í dag er:
Unstich Your Mouth
með Sparta

Thursday, March 22, 2007

Þórir mælir með

Quicksand og Rites of Spring.

Quicksand voru þungarokkspönkara sem voru starfandi á fyrri hluta tíunda áratugarins. Gáfu út tvær breiðskífur, Slip árið 1993 og Manic Compression árið 1995. Hljóma svolítið eins og ef Tool væri pönkrokkband. Eðal stöff sem hefur klifrað hratt upp metorðastigan hjá mér síðan ég varð var við tilveru þeirra fyrir ekkert svo löngu síðan.

Rites Of Spring er pönkrokkband sem voru aktívir um miðjan níunda áratuginn, eða 1984 - 1986 og gáfu út eina plötu samnefnda sveitinni. Hún var svo endurútgefin árið 1991 undir nafninu End On End. Uppgötvaði þessa tappa fyrir nokkrum dögum og hefur verið að meltast vel hjá mér. Eru víst titlaðir sem fyrsta formlega emo bandið, þar sem textarnir eru yfirleitt frekar bituri og söngvarinn duglegur að gera sig hásan. Er þó að mínu mati laust við allt væl í söngnum sem vill einkenna nútíma emo.

Quicksand á Wikipedíu
Rites of Spring á Wikipedíu

Quicksand - Thorn In My Side
Quicksand - Lie And Wait
Rites Of Spring - For Want Of

Wednesday, March 21, 2007

Dugnaður verðlaunist

Já, já, strax farið að borga sig að mæta á bókasafnið. Maður klárar að gera sinn hluta í skýrslu, og þá er bara fagkynning í gangi á safninu. Verið að gefa bjór og smárétti á hlaðborði. Alltaf gott að geta skolað niður erfiði dagsins með eins og þremur flöskum af bjór !

Tuesday, March 20, 2007

Faktum !

Að fara niður á bókasafn CBS (Copenhagen Buissnes School) eykur einbeitingu og afköst á hvern mældan klukkutíma, miðað við að sitja heima og læra. Einnig skemmir ekki fyrir að geta fengið félagsskap Guðjóns nokkurns Emilssonar í kaffipásunum. Því er nýtt plan á dagskrá: fara á bókasafnið þegar maður ætlar að læra heima. Reyna að ná smá skipulagi á námstilveru mína og gera minna af því að vera vinna á köflum langt fram á nótt. Sjáum hvernig það gengur þar sem ég hef ekki verið neitt sérstaklega skipulagður síðustu 25 ár eða svo.

Wednesday, March 14, 2007

Heilræði

Ef þið ætlið að vakna snemma og vera dugleg, þá er ekki bara nóg að stilla vekjaraklukkuna, það þarf að setja hana í gang líka !
Meira kaffi handa mér ...

Tuesday, March 13, 2007

Mér finnst Henry Rollins fyndinn

Kappinn að gera góðfúslegt grín af William Shatner. Njótið vel:

"hluti I"
"hluti II"

Ég vil að helgar séu 3 dagar


Þar sem það er full mikið að gera hjá mér þessa dagana í skólanum. Stoppar mig þó ekki að taka eina og eina helgi frá í annað en nám (hvort ég hafi efni á slíku er annað mál). Til dæmis var farið og rokkað á árshátíð þann 24 febrúar. Það var mjög gaman. Afrakstur þess að spreyja hárið fjólublátt og bleikt má sjá hér. En þar sem að redda öllu fyrir rokkið á árshátíðinni tók mikið af tíma fengum við Sigrún ekki mörg tækifæri til að slaka á saman þá helgina áður en ég þurfti að snúa aftur til Danmerkur. Hún kom því í heimsókn síðasta miðvikudag og mætti ég upp úr hádegi að sækja hana á Kastrup. Ýmislegt skemmtilegt var brallað til mánudags. Kíktum í bíó að sjá Blood Diamond og fengum ansi stórt popp og kók. Röltum eina gönguleið um borgina , úr gönguleiðabókinni minni, í smá rigningu með honum Birni Önundi. Borðuðum svo veislumat á steikhúsinu hans Jensen og kíktum á jazztónleika. Kíktum með Gaua í bæinn og versluðum fullt af framandi kryddum og grænmeti í tælenskri kjörbúð, ásamt viðkomu á bar. Og viðkomu á bensínstöð þar sem 2 kassar af tuborg fengust á u.þ.b. 2616 krónur. Gerðum úr þessu tælenskan veislumat og sötruðum öl fram á nótt. Einnig var kíkt á kaffihús, legið í leti, spjallað um norræna goðafræði og annað sem ekki er hægt að prenta hér af virðingu við viðkvæmar sálir. Í gær var svo gamanið úti. Í hlýrri vorsól, sem ákvað að láta sjá sig og hefja vorið á furðulegum tíma, var farið út á Kastrup þar sem ég kvaddi Sigrúnu. Veruleikinn ákvað að taka við og sparka í rassinn á mér í sólinni. Við tók verklegt og tae kwon do. Annað var töluvert ánægjulegra en hitt.

Sunday, March 04, 2007

Nöldrist

Mér leiðist þessa dagana. Mikið af skýrslum, mikið að kóða stærðfræði forrit. Lítið að gera annað. Kíkti reyndar á bíó með Birni í gær að sjá Last King of Scotland. Hún var ansi hreint góð. En að staðaldri eru samskipti mín við annað fólk eitthvað í minna lagi miðað við það sem hefur verið vaninn hjá mér undanfarin ár. Óli fluttur heim, Gaui upptekinn við uppeldi, Sigrún og vinaskarinn heima á Íslandi. En kannski á maður ekki að vera að nöldra. Sigrún kemur alla vega í heimsókn næsta miðvikudag. Gott páskafrí 30 mars, sem ég stefni á að reyna nýta vel. Jafnvel halda partý föstudaginn langa eða eitthvað þess háttar. Þarf að fara að spila tölvuleiki aftur, sökkva mér í nördaáhugamálin mín eða eitthvað svoleiðis.