Monday, March 31, 2008

5 Alarm Chili

Var boðið í Texas Chili Cook-off í gær. Niðurstaðan er sú að chili með 5 habanero piprum er bara nokkuð gott.

Saturday, March 29, 2008

Af þungarokki og öðrum hlutum

Fór á tónleika á miðvikudaginn að sjá Phil Anselmo og félaga í Down. Skemmti mér vel og náði að æfa flösuþeytingar með gott útsýni nálægt sviðinu. Phil hélt egóinu sínu í lágmarki og var skemmtileg partýstemning yfir tónleikunum.
Heimilishaldið hér er orðið háð House, þrátt fyrir sjónvarpsleysi, eða kannski vegna þess þar sem alnetið hefur verið nýtt til að horfa á 12 þætti af 4ðu seríu. Þar sem ég hafði ekkert fylgst með þessum þáttum áður þarf maður að fara að skoða eldri seríurnar líka.
Er að lesa sænska bók um templarariddarann Arn á dönsku. Búinn með 312 blaðsíður af dönsku máli um Svía.
Wacken miðarnir okkar komu í vikunni. Nú þarf maður að fara að æfa flösuþeytingar í 30 mín daglega.
Cavalera bræðurnir virðast hafa komið saman og gefið út plötu. Ætla að tjekka á því og vona að það sé eitthvað í ætt við gamla Sepultura dótið. Hér er plötudómur
Svo var ég að komast að því að hvorki Sigrún né Gaui hafa séð Blade Runner. Ég hélt að allir hefðu séð Blade Runner !

Wednesday, March 19, 2008

Dauði sjónvarps

Sjónvarpið okkar dó í gær. Ég tók þá óskynsamlegu ákvörðun að þvælast úr rúminu um miðja nótt og fara á klósettið. Afleiðingin af því var sú að þegar ég var að staulast í myrkrinu rak ég mig í sjónvarpið sem hrundi með látum. Og núna vill ekki kvikna á því. Og verst að öllu er að fyrr um daginn fórum við í Fona og keyptum fullt af DVD til að horfa á um páskana. Svona eru örlögin stundum grátbrosleg. Eina sem maður getur gert til að lyna þjáninguna er að horfa á aulahúmor á jútúb, eins og þetta:

Powerthirst
Powerthirst 2: Re-Domination

Thursday, March 06, 2008

Þungarokksharðkjarni

Við Sigrún ákváðum að brjóta upp úr vananum í gær og kíkja á tónleika. Fyrir valinu varð þungarokksharðkjarni í boði The Dillinger Escape Plan og Poison The Well, en tónleikarnir voru haldnir í Pumpehuset við Studiestræde. Við byrjuðum á að komast að því að danskir eru hrifnari af því en Íslendingar að láta tónleikana byrja á tilskyldum tíma. Við mættum í sakleysi okkar 50 mín eftir að tónleikarnir áttu að hefjast, og var þá upphitunarbandið, Stolen Babies, búið og Poison The Well ný byrjaðir á sínu prógrami. En við létum ekki það á okkur fá og tróðum okkur framarlega í þvöguna og gerðum okkar besta til að njóta tónleikanna. Stillingin á míkrafóninu mvar eitthvað að stríða PtW þar sem oft heyrðist lítið sem ekkert í söngvaranum þegar hann var að syngja hreina söngkafla, og ef hann reyndi að syngja nær í míkrafóninn fór bara að koma feedback. Það lagaðist þó sem eftir leið á tónleikana og var alveg komið í lag þegar komið var að Dillinger. Þrátt fyrir þetta stóðu Poison The Well sig með ágætum, spiluðu þétt sett og kom mér skemmtilega á óvart hve vel nýju lögin nutu sín í lifandi flutningi, en ég hafði ímyndað mér að þau lög væru betur fallinn plötuforminu.
Þegar Poison the Well höfðu lokið við að spila síðustu slagarana var gengið í nauðsynleg mál eins og að koma jökkunum í fatahengið og fá sér 2 bjóra. Dillinger komu svo á svið eftir hlé með látum eins og þeim er einum lagið, með reyk, ljósadýrð og almennu brjálæði. Liðsmenn þeirra sveitir eru ekki mikið fyrir að hafa eigin heilsu í fyrirrúmi og voru duglegir að sveifla hljóðfærum, hoppa, skoppa og klifra á hátölurum. Aðalgítarleikari og lagahöfundur sveitarinnar (Ben Weinman) var einkar duglegur að vanstilla sína gítara og slíta strengi, ásamt því að berja í þá, sveifla þeim og kasta þeim um. Í öðru lagi sveitarinnar (43% Burnt) var hann t.d. strax búinn að afstrengja annan gítarinn sinn. Var því maður í vinnu við það alla tónleikana að halda gíturunum hans gangandi og þurfti nokkrum sinnum að skipta um gítar í miðju lagi. Einn monitor fékk líka að fjúka eftir að söngvarinn hafði verið að hoppa og skoppa á honum. Allt í allt voru tónleikar Dillinger stórgóðir, ný og gömul lög blönduðust vel saman, hljóðfæraleikurinn mjög þéttur (lög Dillinger eru yfirleitt frekar erfið í spilun) og sviðsframkoman til fyrirmyndar.
Keypti mér svo hvítan Poison The Well bol í safnið, smá tilbreyting frá þeim svörtu.

Til gamans lærði ég af þessum tónleikum eftirfarandi:
1. Söngvarar í þungarokksharðkjarnaböndum þurfa greinilega að lyfta mikið og vera skornir og massaðir í drasl.
2. Gítarleikararnir þurfa að taka tíma hjá íþróttaálfinum svo þeir geti tekið fimleikahopp og spilað á gítar á sama tíma.
3. Bassaleikurum er skilt að kunna að dansa með grúvinu með hökunni.

Tóndæmi og sjóndæmi:
Zombies Are Good For Your Health , fyrsta "lokalag" Poison The Well á tónleikunum

43% Burnt , annað lag Dillinger á tónleikunum.

Sunday, March 02, 2008

Hún á afmæli í dag !

Hún á afmæli hún Sigrún !
hún á afmæli í dag !