Tuesday, July 29, 2008

Aqua og Jókerinn

Atli ákvað að kíkja í heimsókn til okkar um síðustu helgi. Ástæðan fyrir því voru tónleikar Aqua á Grønkoncert í Næstved en Aqua komu nýlega saman eftir ára langt hlé. Því var haldið í pílagrímaferð á laugardaginn var til Næstved, syðst á Sjálandi, til að berja goðin augum. Sökum mikils hita hefur lestarferðum innanlands verið fækkað þar sem sólin fer víst ekki vel með gamla teina. Það í bland við þann misskilning að ég hélt að við þyrftum að skipta um lest á leiðinni olli því að það tók okkur um 3 tíma að komast til Næstved. Þar mættum við svo galvaskir og náðum akkúrat að koma á svæðið í byrjun tónleikana. Aqua er ekki beint mitt uppáhald, en þau héldu uppi ágætu "sjói" og dönsku hlýrabolaguttarnir virtust skemmta sér vel. Um leið og tónleikarnir voru búnir skunduðu við af svæðinu til að komast burt á undan mannhafinu, náðum í þetta skiptið lest sem fór beint til Kaupmannahafnar og fengum okkur sushi í tilefni dagsins.

Á sunnudaginn var svo kíkt í bíó að sjá Dark Knight. Ég get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir þessum 150 mínútum sem myndin er. Heath heitinn stóð sig frábærlega sem Jókerinn og átti stærsta þáttinn í að gera myndina svona skemmtilega. Ef þú lesandi góður hefur ekki séð myndina mæli ég með þú skundir í næsta bíó og verslir þér stóra popp og kók með.

Og á morgun tökum við svo lest til Wacken í Holsten í norður Þýskalandi, héraði sem var fyrir 150 árum eign Danakonungs. Þar ætlum við að hlýða á fagra þungarokkstóna í nokkra daga, ásamt því að öl verður þjórað. Eftir þá ferð tekur svo við u.þ.b. 5 vikna tímabil af ölbindindi, stífum ritgerðarskrifum og almennri geðveilu.

3 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég eeeeelskaði Aqua þegar ég var 11 ára.. eða 12, ég man ekki nákvæmlega. Ég væri sko alveg til í að skella mér á Aqua tónleika. Eða Wigfield! Ó mæ ég dýrkaði hana! "dídírarara"

Ég er búin að heyra svo marga góða hluti um Batman að ég verð að drífa mig suður í bíó... allt er svo lengi á leiðinni til ísafjarðar síðan fólk fór að dávnlóda myndum og hætti að fara í bíó. Ég er samt orðin pínu hrædd um að ég sé farin að búast við of miklu af öllum þessum góðu dómum...

6:37 AM  
Blogger Óli said...

Gangi þér vel með ritgerðaskrifin. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá þig tvista við Aqua þegar verkefninu er lokið.

9:04 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Ég held að ég muni vera tilbúin til að tvistva við hvað sem er þegar verkefninu er lokið. Getur hent í mig hinu versta danska gangsta rappi, persa poppi eða hvaða öðrum horbjóð sem er og ég mun taka villt dansspor :P

11:21 AM  

Post a Comment

<< Home