Tuesday, April 15, 2008

Hér með staðfest

Maís-tortillur eru mikið betri en hveiti-tortillur. Mjög ánægður með að Føtex búðin í nágreninu sé farinn að selja slíkt.
Gerði chilí á sunnudaginn var og prufaði að fara alla leið til Texas með það með því að gúgla mér uppskrift af kornbrauði og ég verð að segja að það er mikil snilld. Hráefnið hræódýrt, tekur innan við 10 mínútur að vippa deiginu saman, 25 mínútur í ofn og svo er maður komin með þetta fína brauð með sætu kornbragði. Gott bæði sem meðlæti með krydduðum mat eða eitt og sér með kaffinu. Hér er uppskriftin sem ég fann. Ég set þó spurningmerki við magn sykurs í henni, og set ekki nema c.a. matskeið í brauðið mitt. Finnst tæpur bolli fullmikið af hinu góða.
Ég er líka búinn að komast að því að suðurríkja chilí er einkar þægilegur sunnudagsmatur, sérstaklega þar sem nautahakk er eina hráefnið sem maður getur verið viss um að fá á sunnudögum hér í Danaveldi. Svo lengi sem maður er með hakk, chilí pipra, niðursoðna tómata og lauk, getur maður nokkurn veginn dömpað hvaða afgangsgrænmeti sem maður á eftir vikuna.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér finnst svona matarblogg skemmtileg.Gaman að fá hugmyndir!

6:39 AM  

Post a Comment

<< Home