Wednesday, February 27, 2008

Svanevej Quesadilla

Hráefni:

500g kjúklingur í bitum
2 paprikur, skornar í strimla
2 laukar skornir í strimla
stór dós af pinto baunum (eða nýrna eða chillý baunum)
minni dós af maísbaunum
poki af pítsaosti
poki af 4 - 6 wrap tortilla
0 - 2 chillíar (við setjum tvo)

marinering (nei, ekki Ham lagið):

1-2 lime, fer eftir stærð
væn tsk cumin (ekki kúmen)
c.a. tsk paprika
c.a. tsk kóríander
1/2 tsk chillí eða cayanne (skræfur geta sleppt eða sett minna)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk túrmerik
smá sykur til að vega upp á móti lime safanum
salt og pipar eftir smekk

Lime kreyst til að fá safann í skál. Kryddunum hrært saman við safann og kjúklingabitunum svo vellt upp úr honum. Setjið skálina svo í ísskáp í 30+ mínútur.
Þegar kjúklingurinn er búinn að marinerast er hann snöggsteiktur á pönnu. Síðan er paprikunum og lauknum bætt við og steikt í nokkrar mínútur áður en baununum er bætt við og öllu gumsinu leyft að steikjast í nokkrar mínútur í viðbót.
Hitið aðra pönnu að meðalhita og setjið tortilla köku á hana þurra. Dreifið yfir osti, síðan gumsi, meiri osti og að lokum annarri köku. Þegar osturinn fer að bráðna ætti hann að halda gumsinu á sínum stað. Eftir 2-3 mínútur má svo snúa við. Við setjum disk ofan á pönnuna, snúum pönnunni og rennum svo kökunni aftur á. Þegar hinn hliðinn er líka orðinn steikt er hægt að nota sömu aðferð við að ná kökunni af pönnunni. Skerið kökuna í sex sneiðar og berið fram með sýrðum rjóma og salsa sósu.
Gumsið á að duga í alla vega 2 - 3 kökur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home