Tuesday, December 11, 2007

Dúel nr.2

Jæja, Dio rústaði fyrsta osta-einvíginu 3-0, ekki við öðru að búast. Teflum þá fram tveimur öðrum merkum þungarokksböndum. Fyrst ber af nefna þungarokksjötnana í Judas Priest:

Judas Priest: Breaking The Law

og svo til að vera í stíl við Ronnie James Dio og hljómsveitina hans Dio, höfum við Glenn Danzig með hljómsveitina sína Danzig að gera Mötorhead-stæl hryllingsmyndalög:

Danzig: Mother

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Judas Priest á þennan ost algjörlega. Hvað er töff við það að vera í blæjubíl í Englandi þar sem er skítkalt og skýjað? Voðalega heimavíjólegt eitthvað. Rob Halford mjög sannfærandi í bílaatriðinu sínu :)

Mother vídjóið er töff, smá svona blóð eitthvað en lítur allavega út fyrir að vera gert af einhverjum öðrum en vídjóklúbbnum í 7. bekk.

4:29 AM  
Blogger Karl Jóhann said...

Hey kommon, finndu eitthvað verra en þetta, Glenn Danzig er geðveikur töffari með Wolverine bartana sína! Bara smá 80's keimur af þessu...

4:34 AM  
Blogger Unknown said...

Ó mæ... þegar Judas Priest kom og réðst á fólkið með þungarokkinu sínu! Braut gleraugu og alles!

Þótt að Wolverine sé rosalega töff og flottur og Mother vídjóið sé vissulega betur gert en hitt þá verð ég að vera ósammála og velja það sem ostinn. Þessir svipir og pós, rifnir kjúklingar sem sletta blóði á bikinígellurnar ... ekki alveg að gera sig að mínu mati.

3:40 PM  

Post a Comment

<< Home