Saturday, December 08, 2007

Plötur mánaðarins eru

Þrjár:
Fyrst ber að nefna nýju plötu Down, III Over The Under, sem er frekar merkilegt að hafi komið út á árinu fyrir tvær sakir. Annars vegar fauk heimabær liðsmanna út í buskan þegar fellibylurinn Katrína kíkti í heimsókn, og svo var Phil Anselmo orðið lítið annað en út úr reykt taugahrúga eftir morðið á Dimebag Darrell. En þessi plata er þrusugóð og gefur eldra efni ekkert efni, grúv, þyngsl, og slímugt Suðurríkja distortion er allt enn til staðar og lögin renna vel í gegn frá upphafi til enda. Það sem kemur kannski mest á óvart er hve vel Anselmo stendur sig, líklega ekki staðið sig jafnvel síðan fyrir aldamót.
Svo eru það drengirnir í Alabama Thunderpussy sem eru komnir með sinn annan söngvara eftir að sá upprunalegi hætti. Minna stóner að þessu sinni og kapparnir farnir að spila meira hrista skanka og fá sér bjór barþungarokk og hentar það bara ansi vel. Einkar hressandi.
Svo er það að lokum Dethalbum með Dethklok. Ótrúlegt nokk mest hressandi dauðarokksplata sem ég hef heyrt í í nokkurn tíma. Sem er kannski merkilegt sérstaklega fyrir þær sakir að sveitin er í rauninni ekki til. En heilinn á bakvið teiknimyndirnir er lærður gítarleikari frá ekki ómerkilegari stofnun en Berkley College of Music og virðist hafa lært eitthvað um lagasmíðar þar. Allt í allt er þungarokkið að koma sterkt inn svona fyrir jólin.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Dethalbum er alveg að meika það. Kíki á Down, hef ekkert hlustað á þá...

6:23 AM  

Post a Comment

<< Home