Monday, December 03, 2007

Endalausir flutningar

Jæja, þá erum við búin að flytja núna þrisvar síðan í lok ágúst. Fyrsta hollið var þá þegar íbúðin hennar Sigrúnar á Einimel var rýmd, svo þurfti að flytja úr litlu íbúðinni minni til Vanløse (Vatnleysu skv. Gaua) í lok september. Í morgun var svo loks bundið enda á þessa hrynu þegar við klukkan 07:49 vöknuðum við að bílstjórinn frá flutningþjónustunni var mættur , ruddum öllu dótinu inn í bíl, fengum far með honum til Nørrebro og svo öllu dótinu rutt út inni í Svanevej kollegi. Svo þarf bara túr í Ikea til að klára dæmið. Myndir munu vonandi birtast síðar.

4 Comments:

Blogger Birna Kristín said...

Hvernig er nýja íbúðin? Nýja hverfið? Eru Ungdomshus brjálæðingur nokkuð að fara að slasa ykkur? Ég kunni svo ansi vel við ykkur í Vanlöse, ljúft að taka bara einn metro beint út á flugvöll ;)

2:57 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Nýja íbúðin er öll að koma til og stefnir í að verða nokkuð kósý. Búið púsla saman fataskáp, kommóðu, tveim stólum, sjónvarpsborði og skógrind, versla búsáhöld, setja upp garðdýnur og sturtuhengi. Þar sem þetta er 49m2 heilrými nýtist plássið nokkuð vel, þ.a. mun auðveldara að koma gestum fyrir þarna inni.
Ég held að ungdomshus fólkið sé farið annað. Vilja held ég fá hús í Gröndal sem er næsta hverfi við Vanlöse. Við höfum lítið geta skoðað okkur um í Nörrebro, en við fyrstu sýn virðist það vera frekar múslimskt. Sáum alla vega inni í barnaskólastofu þar sem konur með slæður voru að kenna og stafrófið á veggnum var á arabísku.
Vonandi fáum við net bráðum þ.a. við getum sett inn myndir. Við verðum víst að kaupa net hjá dansk bredbånd og þeir segja að það komi maður til okkur innan 14 daga til að tengja dótið :/

6:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með nýju íbúðina.

6:10 PM  
Blogger Unknown said...

Til hamingju með íbúðina :)

Það var voða kósí í Vanlöse en það fer eflaust betur um ykkur með meira pláss.

Ég þarf að flytja í næstu viku... ég gleymdi að láta nemendagarðafólkið vita að ég ætlaði að vera lengur og þau eru búin að leigja herbergið mitt, ég þarf að flytja niður í bæ. Þetta verður þá sjötta herbergið sem ég bý í síðan haustið 2005

6:56 PM  

Post a Comment

<< Home