Flytjist
Við erum að fara að flytja til Vanløse eftir nokkra daga og færa okkur þannig úr 13m2 í heila 32m2. Þetta er 2,46 föld stækkun, og því eins gott að menn haldi vel á spöðunum, því annars gæti mikilmennsku -og víðáttubrjálæði tekið við. Fáum lyklana annað kvöld og munum svo að öllum líkindum fara að færa á milli "búslóðina" (sem samanstendur af rúmi, sjónvarpi, litlu Ikea borði, DVD spilara, stól, rafmagnsgítar og svo smádóti) á miðvikudaginn. Hver veit nema öllum verði svo boðið í innflutningspartý um næstu helgi !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home