Wednesday, September 12, 2007

Danblogg

Ákvað að henda inn nokkrum orðum til að láta fólk vita að ég sé lifandi hérna í Danmörku. Sunnudaginn 3. september var flogið aftur út, og því er ég búinn að vera hérna núna í c.a. 10 daga. Við Sigrún höfum það ágætt í 13 m2 holunni okkar, eða alla vega eins gott og hægt er að gera úr þröngum kost. Miðað við biðraðirnar lítur ekki út fyrir að við séum að fara að fá stærri stúdentaíbúð fyrr en rétt fyrir jól og leitin að húsnæði til að búa í í millitíðinni hefur ekki borið árangur. Kúrsarnir 3 sem ég valdi mér byrja vel og því má búast við að síðasta misserið mitt af kúrsum verði fínt. Helst að ég nöldri yfir að í fyrsta skipti þarf ég að mæta kl 8 á morgnanna í DTU sem krefst þess að ég fari á fætur kl 06:30. Morgunúrill maður eins og ég fílar ekki beint svoleiðis. Eftir þessi jólapróf mun ég aldrei aftur þurfa að taka próf, sem er mjög gleðilegt. Ég er farinn að æfa aftur taekwondo og má finna á harðsperrunum mínum að sumarið hjá Sjóvá hefur gert mann að algjöri kartöflu. Það stendur til að bæta það ástand.
Síðasta helgi fór í frekar mikil rólegheit hjá mér þar sem ég nældi mér í einhverja sólarhringsveiki á föstudaginn og fór skjálfandi snemma í háttinn. Á laugardaginn var eldað lasagne heima hjá Gaua. Við Gaui fórum svo að hjálpa Katli að malla mohito, en það var þemakvöld á kollegíinu hans þar sem hvert herbergi í hæðinni þurfti að redda einum drykk. Svo ætluðum við Sigrún að kíkja á alþjóðkvöld á stúdentabarnum, en þegar við komum var staðurinn pakkaður ekki mikil von á að komast inn. Því var ákveðið að fara bara snemma að sofa þar sem ég var enn hálf slappur. Á sunnudaginn var svo massaður 3ja tíma menningarlegur göngutúr um kastala drottningarinnar og Kastalettið sem er gamalt danskt virki í Kaupmannahöfn frá sautjándu öld, reist til að geta betur baunað fallbyssukúlum á Svía. Göngutúrnum var svo slúttað með velskulduðum öl í Nýhöfn.

Lag dagsins í dag er með Nora

0 Comments:

Post a Comment

<< Home