Friday, August 17, 2007

Sumarvinnueinkenni

Í dag er föstudagur, kl 11:02 um morguninn og ég er að forrita beiðni fyrir flugvátryggingu og ég er alveg að leka niður af leiðindum. Það virðist vera örlög sumarvinnu að þegar sumarið fer að klárast og maður sér fyrir endann á vinnuferlinum þetta sumarið, þá verður sumarvinnan frekar leiðinleg. Ég hef alveg verið nokkuð sáttur með vinnuna mína þetta sumarið, en nú eru allir hinir sumarstarfsmennirnir hættir og byrjaðir í skólanum og ég sit einn eftir með fastastarfsfólkinu í mínum eigin heimi að kóða c.a. það sama og hef verið kóða síðastliðna tvo mánuði. Ég væri alveg til í að slútta þessu og liggja bara í leti þar til skólinn byrjar, en maður þarf víst á peningum að halda. Þá er fátt annað í stöðunni en að þegja, vinna og fá útrás með því að hlusta á geðveiki eins og t.d. Dillinger Escape Plan og Botch á meðan maður situr á rassinum og kóðar beiðnir. Eins gott að það er að koma helgi.

Come To Daddy

0 Comments:

Post a Comment

<< Home