Thursday, May 10, 2007

1 down, 2 to go

Jæja, þá er lokið viku námskeyrslu og heilsdagsprófi í kúrsinum From Biology To Technical Neural Systems. Í fyrsta skipti sem ég hef farið í svona próf. Við þurftum að velja okkur grein úr safni af efnum sem okkur fannst spennandi og undirbúa síðan fyrirlestur og kynningu á plakkati sem við áttum að gera. Eftir viku undirbúning var svo próf í gær, fyrirlestrahrina fyrir hádegi sem allir þurftu að vera viðstaddir, og svo munnleg kynning á plakkatinu og prófað úr skylningi okkar á efninu eftir hádegi. Ég get ekki sagt að fyrirlesturinn hafi verið sá besti sem ég hef flutt, hef gert eitthvað minna af því að halda svona power point fyrirlestra og ég virðist ekki alveg vera að fatta að láta glærurnar vinna með mér þannig að ég vill vaða of hratt yfir efnið án þess að koma nógu góðum útskýringum til skila. En jæja, svo tók við tæp 6 tíma bið, þar sem ég var síðastur inn í munnlega prófið. Það tókst hins vegar mun betur og mér tókst greinilega að kæta Þjóðverjana. Niðurstaðan 10 ETC einingar í bankann og 10 á danska skalanum í einkunnabókina. Þá er bara að fara að reyna að koma sér í gír fyrir næsta próf, sem er líka á miðvikudegi, Auditory Signal Processing and Perception

Lag dagsins í dag er 'Eatin Dust með stónerkempunum í Fu Manchu, sem ég er að fara að sjá á Loppen í Kristjaníu á föstudaginn kemur. Stundum eru jól tvisvar á ári :D

0 Comments:

Post a Comment

<< Home