Einn ég sit og læri
Í dag er ég búinn að vera heima í allan dag og læra, fyrir utan 30 mín þegar ég fór út að skokka til að viðhalda geðheilsu og vöðvanotkun. En það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í dag er 1. maí og halda Danir hann hátíðlegan eins og við, nema þeir fá sér bjór líka. Því fékk upp úr hádegi sms frá Guðjóni og símhringinu frá Katli þar sem átti að draga mann niður í bæ að skoða skrúðgönguna og fá sér öl. Þar sem ég sá fram að þá myndi ég nú læra eitthvað minna neyddist ég til að segja nei við því. Svo ætlaði ég að fara að sjá Björn syngja með stöku en þar sem ég var ekki á áætlun með nám dagsins verður það víst að bíða betri tíma. Svo reyndi Guðjón að fá mig til að horfa á hörkuleiki í meistaradeildinni yfir öli, þ.a. það er stöðugt áreiti á einbeitinguna. En mér til (ó)ánægju tókst mér að forðast freistingarnar. Kannski ég leyfi mér að fá 1 - 2 fría bjóra á bjórkvöldi FÍVDTU á fimmtudagskvöldinu eftir æfingu. Kannski ég bara hætti að röfla og haldi áfram að læra.
Lag dagsins er Frequency Ass Bandit með Botch
Lag dagsins er Frequency Ass Bandit með Botch
7 Comments:
Holy crap! Ég veit ekki hvort ég öfunda þig og lít upp til þín fyrir þvílíka staðfestu og sjálfsaga eða hvort ég vorkenni þér fyrir...bjórleysi
...segir ef til vill meira um mig en þig
gott lag
Það verður bjór síðar. En þó ég eyði öllum deginum í að læra vill stundum vera upp og ofan hversu mikið af þeim tíma er nýttur í að læra. Vill fara eftir einbeitingu, eirðarleysi og stressi :P
Ég hef það eftir óstaðfestum fréttum (simtal við hann) að Guðjón hafi orðið vel ölvaður í gær, 1.maí. Hann sá sko um að drekka nokkra öllara fyrir þig, no worries mate.
Tilvitnun í símtalið:
"Þórir taldi námið mikilvægara en nokkra bjórsopa á þessum hátíðisdegi."
Það er ágætt að vita að sumir eru alla vega að standa sig :D
Ég veit ekki hvort ég eigi að fegin eða súr yfir að íslendingar séu svona "staðfastir" í ölþambinu. Freistingar á þessum árstíma eru deadly hvort sem þú fellur fyrir þeim eða ekki
Já, Þórir minn þetta er erfitt líf þegar erfið próf eru framundan, svo ég tali nú ekki um þetta guðdómlega veður sem verið hefur undanfarið, þá er bjórinn mitt athvarf. ;o)
Já, það er ekki laust við að bjórinn heilli :-/
Post a Comment
<< Home