Tuesday, March 13, 2007

Ég vil að helgar séu 3 dagar


Þar sem það er full mikið að gera hjá mér þessa dagana í skólanum. Stoppar mig þó ekki að taka eina og eina helgi frá í annað en nám (hvort ég hafi efni á slíku er annað mál). Til dæmis var farið og rokkað á árshátíð þann 24 febrúar. Það var mjög gaman. Afrakstur þess að spreyja hárið fjólublátt og bleikt má sjá hér. En þar sem að redda öllu fyrir rokkið á árshátíðinni tók mikið af tíma fengum við Sigrún ekki mörg tækifæri til að slaka á saman þá helgina áður en ég þurfti að snúa aftur til Danmerkur. Hún kom því í heimsókn síðasta miðvikudag og mætti ég upp úr hádegi að sækja hana á Kastrup. Ýmislegt skemmtilegt var brallað til mánudags. Kíktum í bíó að sjá Blood Diamond og fengum ansi stórt popp og kók. Röltum eina gönguleið um borgina , úr gönguleiðabókinni minni, í smá rigningu með honum Birni Önundi. Borðuðum svo veislumat á steikhúsinu hans Jensen og kíktum á jazztónleika. Kíktum með Gaua í bæinn og versluðum fullt af framandi kryddum og grænmeti í tælenskri kjörbúð, ásamt viðkomu á bar. Og viðkomu á bensínstöð þar sem 2 kassar af tuborg fengust á u.þ.b. 2616 krónur. Gerðum úr þessu tælenskan veislumat og sötruðum öl fram á nótt. Einnig var kíkt á kaffihús, legið í leti, spjallað um norræna goðafræði og annað sem ekki er hægt að prenta hér af virðingu við viðkvæmar sálir. Í gær var svo gamanið úti. Í hlýrri vorsól, sem ákvað að láta sjá sig og hefja vorið á furðulegum tíma, var farið út á Kastrup þar sem ég kvaddi Sigrúnu. Veruleikinn ákvað að taka við og sparka í rassinn á mér í sólinni. Við tók verklegt og tae kwon do. Annað var töluvert ánægjulegra en hitt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home