Sunday, February 18, 2007

Tíðindalaust á dönsku vígstöðvunum

Í gær var laugardagur. Daginn áður höfðum við Ketill sótt heim hann Guðjón til að gefa nýbakaðri stúlkunni bangsalegasta bangsa sem við gátum fundið í dótabúðunum (sú leit krafðist 2ja öla), og nýbökuðum föður smá öl. Áttum því ansi hresst og notalegt kvöld þar sem var spjallað við tengdaforeldra Guðjóns, sem voru í heimsókn, borðaðar flødeboller, horft á grínþætti í sjónvarpinu og fengið sér að lokum einn öl á kollegí barnum, sem reyndist reyndar vera stappaður af sótölvuðum Íslendingum sem höfðu verið að spila póker.
Í gær ætlaði ég að vera duglegur og læra. En ég hafði ekki gert ráð fyrir að á allri hæðinni fyrir ofan væri fastelavnsfest (öskudagspartý held ég) og stundvíslega klukkan 22:00 fóru græjurnar í gang og ég var með popp og diskó á fullum styrk inni í herberginu mínu til 06:00 um morguninn. Eina leiðin til að losna við tónlistina og halda sönsum var að setja á mig heyrnatól og spila mitt harðasta pönk -og þungarokk til að yfirgnæfa hinn hávaðan. Þetta olli því að mér tókst aðeins að gera þann kóða í verkefninu sem ég var að vinna að sem krafðist sem minnstrar hugsunar. Lítið svigrúm til einbeitingar. Vona að það sem ég gerði meðan ég hélt enn sönsum muni nýtast eitthvað. Reyndi að brúka eyrnatappa, en það dugði ekki til. Náði svo loks að sofna einhver tíman milli 6 og 7 í morgun. Enda er dagurinn fyrst að komast af viti í gang núna um fjögurleytið.
Annars er líka frá því að segja að Sigrún hefur haldið áfram tilraunum sínum með að lita einstaklega ljósa hárið sitt. Í þetta sinn voru það þjóðfræðinemar sem kvöttu hana til að lita það bleikt til að vekja athygli á málstað þeirra. Afraksturinn má sjá hér:



Vill sérstaklega benda á hvað Sigrún er ánægð með að fá að hafa vaknað þarna snemma eftir að hafa verið eina manneskjan sem var ölvuð, eftir vísindaferð, að spila trivial við 3 edrú njerði nóttina áður. Gleðin skín úr augum hennar. Þessi litagleði hefur líka ollið því að Sigrún er búin að heimta að fá að ráðast á hárið á mér áður en stigið verður á svið á árshátíðinni. Vopnuð hinum ýmsu litum og hárvörum ætlar hún að umbreyta hárinu mínu í nafni jafnréttis. Hvort það mun koma til með að vera rokk eða slys mun koma í ljós (verður líklegast bæði:P). En sama hvernig það fer, þá verður alveg rosalega gaman þá ! Þeim sem langar að mæta, djamma með mér og sjá mig rokka er vinsamlegast bent á að kíkja á spjallsvæði Háskólakórsins.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ!! Ææ Tóti minn, ég er greinilega of gömull fyrir svona dót. Kem ekki til með að djamma með þér með freaky litað hár. En bara af því að ég verð í London. Haltu nú e-ð í þitt sjálfstæði, sé þig ekki alveg með litað hár. Hehehe, ótrúlegt hvað við höfum miklar skoðanir á hári hvors annars :) En þín er saknað hérna á Íslandi og þó svo að ég fái ekki að hitta þig þá veit ég að Gunnari hlakkar mikið til að hitta þig. Vonandi gefst þér tími í það :)
Jessica

7:32 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Þetta verður nú bara eitthvað dót sem sem skolast úr, þ.a. þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur. Annars skilst mér að ég beri jafnmikla, eða jafnvel meiri ábyrgð á því að hárið verði litað, þ.a. það er ekkert verið að vega að sjálfstæðinu mínu. Gunni tók þetta náttúrulega allt út fyrir 10 árum eða svo. En kannski plata ég hann til að koma og lita á sér hárið :D
Við munum alla vega örugglega koma til með að bralla eitthvað meðan ég er á svæðinu. Þú verður þá bara að skemmta þér enn betur í London.

8:01 AM  

Post a Comment

<< Home