Wednesday, January 17, 2007

Rokkað með Rúna Júl

Já, nú er heimsfrægðin bara á næsta leiti. Kallinn búinn að stíga upp á svið og rokka með Rúna Júl, reyndar í auglýsingu sem mun vekja upp mikinn bjánahlátur hjá öllum sem þekkja mig og með gítar sem er safngripur og virkar ekki. En það er ekki það sem gildir, heldur svaðalegir taktar mínir við hlið Keflavíkurkempunar goðsagnakenndu, eða eitthvað þannig. Og hann gaf mér plötu. Heimurinn mun liggja sigraður að fótum mínum.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Töff! Hvaða plötu?

8:04 AM  
Blogger Óli said...

Úje! Góður.

3:53 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Rúnar & Otis heitir platan frá 1992. Lag af henni sem heitir Kreisí sem er notað í auglýsingunni og ég átti að þykjast vera að spila á gítar.

4:17 PM  
Blogger Einar said...

Þetta er kreisí gott báðum megin!

4:32 AM  
Blogger Björn said...

Sýndirðu Rúnari ekki undraheima harðkjarnans? Hvenær ferðu aftur til Danmerkur.

1:45 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Ég kem aftur sunnudaginn 28 janúar

8:56 AM  

Post a Comment

<< Home