Monday, December 11, 2006

Anað út í óvissuna

Eftir 9 tíma fer ég í mitt fyrsta próf af fjórum fyrir jólin. Það vill svo skemmtilega til að þetta er munnlegt próf þar sem ég dreg eitt efni af 8 og á svo að segja frá kunnáttu minni í þeim hluta efnisins. Verður spes, hef alla vega aldrei þurft að gera þetta áður í vísindafagi, bara í íslensku þar sem maður átti að greina ljóð og svo segja frá sumarvinnunni á þýsku og ensku. Sjáum hvort það komi ekki eitthvað sniðugt út úr þessu. Ég verð alla vega SVONA kátur þegar prófin eru búinn 21sta og ég get kíkt heim í jólagleðina.

3 Comments:

Blogger Björn said...

Ertu ekki að gleyma að það voru munnleg stærðfræðipróf í MR, þar dró maður reglu, skilgreiningu og dæmi úr hatti og þurfti að útskýra allt þrennt uppi á töflu. Þetta var síðan mælikvarðinn á þekkingu á efni undanfarinna ára.

3:14 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

nema reglur voru utanbókarlærdómur. 1 af hverjum 50 vissi fræðina á bakvið þær. En þetta var ekkert of hræðilegt, held ég.

3:41 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Jæja, þeir gáfu mér 10 (jafngildir ca. 9 í íslenska kerfinu) fyrir munnlega prófið og kúrsinn. Ágætis byrjun. Nú er bara sjá hvernig krossaskíturinn verður á morgun.

10:32 AM  

Post a Comment

<< Home