Mig langar í meiri músík
Nú eru komnir meira en 2 mánuðir í Danalandi og engar hjómsveitaæfingar, engar kóræfningar, ekkert. Farinn að fá fráhvarfseinkenni á hæsta stigi. Alveg kominn með upp í kok að sitja einn á kvöldin og glamra lög á rafmagnsgítar sem er ekki tengdur í samband. Mig langar að fara að spila eitthvað. Hresst og skemmtilegt, stóner-skotið pönk rokk. Eða blanda saman stónerrokk riffum með hressum jazzpíanó línum. Eða eitthvað gott þungarokk, blanda saman áhrifum frá Megadeth, Slayer, Pantera, Fear Factory og ég veit ekki hvað í pakka sem hægt er að brúka til að hoppa við og skoppa, auka tíðni hálsríga og ergja leiðinlega nágranna. Ég vil sjá lausn á þessu vandamáli, en það verður líklega að bíða heimfarar. Verður víst æfingarherbergi á kollegíinu sem ég er að fara flytja í. Kannski ég kenni sjálfum mér að tromma eða eitthvað til að róa taugarnar. Ef það verður trommusett þar.
4 Comments:
Hmmm... ég ætti kannski að kíkja í nokkurra vikna heimsókn á kollegíið...
Væri kannski ekki vitlaust ;)
ég er alveg að skilja þessi fráhvarfseinkenni.
Vont en það venst.
Tónlist er best!
Ég er sko ekki með fráhvarfseinkenni. Ef eitthvað er, þá liggur við að ég fari að fá of stórann skammt... neeei bara grín, aldrei hægt að fá of mikið af tónlist:)
Post a Comment
<< Home