Thursday, September 21, 2006

Shai Hulud

Í dag er hljómsveitin Shai Hulud að fara að spila á Íslandi. Þeir gerðu það líka fyrir að ég held 2 árum og þá kíktum við Kalli á tónleika og höfðum frekar mikið gaman af (alla vega ég, held hann líka). Shai Hulud eiga þann heiður að hafa ollið því að ég fór að hlusta á harðkjarnatónlist, en fyrir um 3 árum síðan eða svo lét Kalli mig hafa þrjá diska til að sýna mér hvað harðkjarnapönkmetall væri nú sniðugur. Það var diskur með safn af lögum með Dillinger Escape Plan, Everything You Wanted to Know About Silence með Glasjaw (minnir alla vega að diskurinn hafi heitað það) og safn af lögum með Shai Hulud. Það tók smá tíma að melta þetta en á endanum voru það melódísk gítarriff, hraði og krafturinn í Shai hulud sem gripu mig. Tókst svo aðeins síðar að komast inn í DEP og þaðan yfir í bönd eins og Converge, Botch, Drowningman, Breach, Poison the Well og meira af þesslags dóti sem ég er að gleyma að telja upp í augnablikinu.
Shai Hulud var stofnað í kringum 1995 og er nafnið þeirra komið af risaormunum úr Dune sögum Frank Herbert. Fyrsta platan sem þeir gáfu út var smáskífan A Profound Hatred of Man frá árinu 1997 og innheldur 3 lög, þar meðal hið ofurhressa Soil sem er eitt af mínum uppáhalds Shai hulud lögum ásamt This Wake I Myself Have Stirred af fyrstu breiðskífu þeirra, Hearts Once Nourished With Hope And Compasion sem kom út 1998. Mikið hefur verið um mannabreytingar í bandinu og er aðalgítarleikari þeirra, Matt Fox, sá eini sem hefur verið í bandinu frá upphafi. Bassarleikarinn Matt Fletcher hefur þó einnig verið í bandinu megnið af líftíma þess og sjá Matt-arnir tveir að mestu um að semja lög sveitarinnar. Fyrsti söngvarinn hætti um það leiti sem þeir voru að taka upp fyrstu smáskífuna, en í hann stað kom barkinn Chad Gilbert, og næstu ár var nokkuð um uppstokkanir á mannskap og hætti Gilbert sem söngvari um 2000. Bandið tók þátt í að gefa út slatta af split plötum með hinum og þessum hljómsveitum áður en þeir gáfu sína aðra breiðskífu, That Within Blood Ill Tempered árið 2003.2004 ákvað þriðji söngvari sveitarinnar að segja upp starfi sínu. Þá var ákveðið að taka einn lokatúr áður en bandið myndu hætta og kom Gilbert tímabundið til baka til að taka þátt í túrnum. Það var einmitt á þessum túr sem þeir komu við hérna. Eftir túrinn hætti bandið og héldu Matt & Matt áfram söngvaralausir sem The Warmth of Red Blood. Í mars á þessu ári ákváðu þeir hins vegar að halda áfram undir gamla nafninu, Shai Hulud, með söngvaranum úr Zombie Apocalypse hliðarverkefni þeirra. Svo líður hálft ár og núna eru þeir að fara að spila heima á Íslandi í dag. Svo er spurning hvort það fari þá að koma plata einhvern tíman bráðlega.

Live In Reykjavík

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ussussuss...ég er með dáldið nett samviskubit yfir að fara ekki, en ég einfaldlega þoli ekki Hellinn, það er ekkert gaman að fara á tónleika þar. Svo er heldur engin til að draga mig, allir í útlöndum! En ég er á hálfgerðum bömmer, sérstaklega eftir að horfa á þetta, held meira að segja að ég hafi fengið að syngja þarna aðeins ef ég man og sá rétt...

2:30 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Já, soldið klikk hjá þér, en ég er alveg sammála þér með Hellinn út á Granda, ekki uppáhalds tónleikastaðurinn minn. Svo nennir mar oft ekki ef maður hefur engan til að draga með sér. Ég er búinn að gera heiðarlega tilraun til að finna mig á þessu vídeó, hefur ekki tekist enn.

6:10 AM  

Post a Comment

<< Home