Tuesday, September 12, 2006

Ævintýri Þóris

í gær hóf ég að æfa Taekwondo í Danmörku. Ég er þess eðlis að ég verð bara að fá að hreifa mig reglulega og því varð fyrir valinu taekwondo klúbbur sem er tiltölulega nálægt skólanum upp í sveitinni Lyngby. Björn ákvað að slást með í för þar sem honum fannst hann vanta hreyfingu og með kort að vopni var haldið af stað að leita. Ákváðum að gefa okkur góðan tíma og tókum því strætó klukkutíma áður en æfingin átti að byrja. Kl 18:10 að dönskum tíma fórum við út á stoppi sem heitir Virum station (Virum úthverfi í Lyngby) og hófum að rölta í það sem við töldum vera rétta átt. Hins vegar var kortabókin ekki með þetta sveitahverfi á sínu prenti og við því ekki vissir hvort við værum að fara í rétta átt. Hófum því að rölta til baka og komum við á bensínstöð þar sem Björn spurði afgreiðslustúlkuna til vegar (Björn með reynslu af nokkura mánaða vist í kollegi með sameiginlegu eldhúsi talar aðeins betri dönsku en ég). Hún reyndist ekki vita mikið meira um svæðið en við, en hafði aðgang að stærri kortabók, svo okkur tókst að komast að því að við höfðum verið að fara í rétta átt eftir allt saman. Rölt aftur til baka og loks komið að gatnamótum sem við vissum að við áttum að beygja á, en ekki í hvora áttina. Við tókum að sjálfsögðu vitlausa beygju til að byrja með og þurftum að rölta aftur að gatnamótunum og taka hina beygjuna áður en við loksins fundum skólann. Þá var klukkan orðin 18:57. Taekwondo klúbburinn var lítill, hress og vinalegur og við tóku 2 tímar (jebb, æft frá 19 - 21) af hlaupum, spörkum, höggum, armbeygjum, magaæfingum, hoppum, tækniæfingum, fleiri armbeygjum, almennu sprikli og teygjum. Sjaldan liðið jafnvel og eftir þessi átök og Björn einnig hinn ánægðasti, þ.a. ég er kominn með 2 - 3 æfingar í viku af taekwondo og svo körfubolti einu sinni í viku líka. Mín íþróttamál á hreinu. Hins vegar var mér tilkynnt það í dag á skrifstofu stúdentagarðanna hérna að ég eigi ekkert von á að fá inn á stúdentagarð fyrr en í fyrsta lagi eftir 2 - 4 mánuði, svo ég verð víst að fara að finna mér heimili á almennum markaði. Vonandi að ég finni eitthvað kósí sem kostar ekki bæði hönd og fót (hef talsverð not af útlimunum mínum). Krosslegið puttana fyrir mig.

1 Comments:

Blogger Birna Kristín said...

Greinilega svaka fjör þarna úti..

3:08 PM  

Post a Comment

<< Home