Kominn tími á færslu !!
Jamm, minns búinn að vera latur að skrifa, en ætla að reyna að segja eitthvað frá ferð minni á Hróaskeldu.
Miðvikudaginn 28. júní lögðum ég og Gunnar af stað í flug til Danmerkur. Á Kastrup hittum við fyrir Atla, sem hafði skroppið til Danmerkur á sunnudeginum áður, og þegar á brautarstöðina var komið hittum við hann Gaua sem var svo góður að leyfa okkur að gista fyrstu nóttina í íbúðinni sinni. Þar hittum við fyrir Birnu og Einar, kíktum í kebab, versluðum bjór og héldum ágætis fögnuð, þó svo ekki hafi gengið sem skildi að gera móhíto (soldið erfitt þar sem Gaui átti ekki myntulauf, klaka eða sóda).
Daginn eftir var haldið í langa ferð um Köben í leit að vindsængum, sem hafðist að lokum eftir mikið rölt. Röltið olli því þó að við komum helst til seint á tjaldsvæðið og því missti ég af tónleikum dEUS, þar sem ég átti eftir að tjalda. Heyrði þó nokkur lög óma meðan verið var að reisa tjaldið. Næstir á svið voru Guns 'N Roses, en sú sveit hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Reyndar er Axl Rose sá eini sem er eftir og því var maður aðallega mættur til að sjá hvort hann kynni enn að syngja. Axl er í hörkuformi og getur sungið eins og aldrei fyrr og fór létt með að trylla líðinn með gömlu göns slögurunum. Því miður lét hann okkur bíða í klukkutíma og var full duglegur að láta hljóðfæraleikaran vera að djamma eða sína sóló listir milli laga og fannst mér það koma mikið niður á tónleikunum. Hann jafnar sig því út í meðaleinkunn. Planið var líka að sjá Sigur Rós, en ekkert varð úr því sökum seingangs Axl og félaga. Orðið á götunni að þar hafi ég misst af góðu tónleikum.
Föstudagurinn var hafinn á því að kíkja aðeins í Hróaskeldubæinn, fá sér í svanginn þar og tjilla. Við klikkuðum þó aðeins á klukkunni og misstum því af Gogo Bordello. Tónleikarunan byrjaði því á epísku sænsku dauðarokki í boði Opeth, sem skiluðu sýnu með stakri snilld. Þaðan var rölt framhjá Morrisey, en þar sem ég þekki mest lítið af sóló dótinu hans var stutt stoppað og þess í stað kíkt á sænskt metalcore í boði Burst. Ég hafði ekki heyrt í þeim áður, en þeir komu skemmtilega á óvart með flott og skemmtilegt metalcore. Endaði meira að segja að versla með þeim disk sem ég rakst á í plötubúð á Strikinu. Því næst var haldið af stað að skoða norskt rokk/post-core í boði JR Ewing. Þeir voru þó ekki að gera mikið fyrir mig og stoppið því stutt. Að lokum var svo kíkt á Death Cab for Cutie. Bjóst ekki að þar væri kaffi við mitt hæfi (vil kaffið mitt biksvart og sterkt), en þeir voru hressir með skemmtilegt indie rokk og fá prik í kladdann fyrir það.
Laugardagurinn hófst með hressu pönkrokki í boði Lagwagon sem kom manni vel í gírinn fyrir daginn. Ætlaði að fá mér bol, en fann ekki. Því næst haldið í pyttinn hjá Orange að hlýða á Deftones. Þeir skiluðu sínu, en það voru þó vonbrigði að fá ekki að heyra hvorki passanger né Digital Bath, sem eru mín uppáhalds með sveitinni. Fínir tónleikar þó og mér leiddist ekki. Því næst var fengið sér aðeins í svanginn á meðan hressir tónar Primal Scream hljómuðu undir. Svo dugði ekkert annað en að gefa sér góðan tíma í að koma sér fyrir á besta stað í pyttinum á Orange til að sjá TOOL. Þar var á ferð gullmoli hátíðirnar og sviku þeir ekki sína menn með flottu myndsjóvi, eiturþéttri spilamennsku og bestu tónleikum hátíðarinnar (ef ekki þeir bestu tónleikar sem ég hef séð). Birna og Einar fá stóran mínus í kladdann fyrir að koma ekki með í fremstu röð ! Ætlaði að sjá Georg Clinton, afa fönksins, en festist því miður í röðinni á Skiburger sem var einkar illa skipulögð. Deginum því slúttað með síðnæturtónleikum á ensku rokksveitina Amplifier. Mæli hiklaust með að fólk kíki á netið og athugi á þeirri sveit.
Sunnudagurinn hófst með sturtu og snarli áður en kíkt var á lokalög Artic Monkeys, samt ekki alveg mitt dót þar á ferð. Því var rölt yfir að sjá áströlsku retro-rokkarana í Wolfmother. Þar var ég á heimavelli og sveitin gríðar hress og skemmtileg. Placebo voru næstir á planinu og voru hressir og samkynhneigðir með skemmtilega tónleika. Hátíðinni var svo slúttað með mögnuðum tónleikum Pink Floyd hetjunnar Roger Waters. Kallinn var eldhress og í fullu fjöri og rendu í gegnum hvern slagarann á fætur öðrum áður en meistaraverkið Dark Side of the Moon var tekið í heild sinni. Frábær myndsýning, surround sound með auka hátölurum og jónu ilmurinn var leikandi allt í kringum mann. Hiklaust næst bestu tónleikar hátíðarinnar, aðeins litlu skrefi fyrir aftan TOOL. Kvöldinu var svo slúttað með að fylgjast með tjöldum brenna og þræða innkaupa kerru upp á staur áður en haldið var í háttinn að ná sér í smá svefn.
Mánudagurinn fór svo í að vera þunnur og þreyttur að bíða í röð eftir lest, bíða í röð eftir skáp undir bakpoka, þvælast í Köben, bíða í röð eftir tjekk inn, tveggja tíma seinkunn á flugi, bíða í röð til að komast í gegnum gæsluna, fljúga heim og komast í langþráð rúm seint og um síðir. Keldan var þrátt fyrir það frábær og vonast ég til að sjá sem flesta þar á næsta ári !
Miðvikudaginn 28. júní lögðum ég og Gunnar af stað í flug til Danmerkur. Á Kastrup hittum við fyrir Atla, sem hafði skroppið til Danmerkur á sunnudeginum áður, og þegar á brautarstöðina var komið hittum við hann Gaua sem var svo góður að leyfa okkur að gista fyrstu nóttina í íbúðinni sinni. Þar hittum við fyrir Birnu og Einar, kíktum í kebab, versluðum bjór og héldum ágætis fögnuð, þó svo ekki hafi gengið sem skildi að gera móhíto (soldið erfitt þar sem Gaui átti ekki myntulauf, klaka eða sóda).
Daginn eftir var haldið í langa ferð um Köben í leit að vindsængum, sem hafðist að lokum eftir mikið rölt. Röltið olli því þó að við komum helst til seint á tjaldsvæðið og því missti ég af tónleikum dEUS, þar sem ég átti eftir að tjalda. Heyrði þó nokkur lög óma meðan verið var að reisa tjaldið. Næstir á svið voru Guns 'N Roses, en sú sveit hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Reyndar er Axl Rose sá eini sem er eftir og því var maður aðallega mættur til að sjá hvort hann kynni enn að syngja. Axl er í hörkuformi og getur sungið eins og aldrei fyrr og fór létt með að trylla líðinn með gömlu göns slögurunum. Því miður lét hann okkur bíða í klukkutíma og var full duglegur að láta hljóðfæraleikaran vera að djamma eða sína sóló listir milli laga og fannst mér það koma mikið niður á tónleikunum. Hann jafnar sig því út í meðaleinkunn. Planið var líka að sjá Sigur Rós, en ekkert varð úr því sökum seingangs Axl og félaga. Orðið á götunni að þar hafi ég misst af góðu tónleikum.
Föstudagurinn var hafinn á því að kíkja aðeins í Hróaskeldubæinn, fá sér í svanginn þar og tjilla. Við klikkuðum þó aðeins á klukkunni og misstum því af Gogo Bordello. Tónleikarunan byrjaði því á epísku sænsku dauðarokki í boði Opeth, sem skiluðu sýnu með stakri snilld. Þaðan var rölt framhjá Morrisey, en þar sem ég þekki mest lítið af sóló dótinu hans var stutt stoppað og þess í stað kíkt á sænskt metalcore í boði Burst. Ég hafði ekki heyrt í þeim áður, en þeir komu skemmtilega á óvart með flott og skemmtilegt metalcore. Endaði meira að segja að versla með þeim disk sem ég rakst á í plötubúð á Strikinu. Því næst var haldið af stað að skoða norskt rokk/post-core í boði JR Ewing. Þeir voru þó ekki að gera mikið fyrir mig og stoppið því stutt. Að lokum var svo kíkt á Death Cab for Cutie. Bjóst ekki að þar væri kaffi við mitt hæfi (vil kaffið mitt biksvart og sterkt), en þeir voru hressir með skemmtilegt indie rokk og fá prik í kladdann fyrir það.
Laugardagurinn hófst með hressu pönkrokki í boði Lagwagon sem kom manni vel í gírinn fyrir daginn. Ætlaði að fá mér bol, en fann ekki. Því næst haldið í pyttinn hjá Orange að hlýða á Deftones. Þeir skiluðu sínu, en það voru þó vonbrigði að fá ekki að heyra hvorki passanger né Digital Bath, sem eru mín uppáhalds með sveitinni. Fínir tónleikar þó og mér leiddist ekki. Því næst var fengið sér aðeins í svanginn á meðan hressir tónar Primal Scream hljómuðu undir. Svo dugði ekkert annað en að gefa sér góðan tíma í að koma sér fyrir á besta stað í pyttinum á Orange til að sjá TOOL. Þar var á ferð gullmoli hátíðirnar og sviku þeir ekki sína menn með flottu myndsjóvi, eiturþéttri spilamennsku og bestu tónleikum hátíðarinnar (ef ekki þeir bestu tónleikar sem ég hef séð). Birna og Einar fá stóran mínus í kladdann fyrir að koma ekki með í fremstu röð ! Ætlaði að sjá Georg Clinton, afa fönksins, en festist því miður í röðinni á Skiburger sem var einkar illa skipulögð. Deginum því slúttað með síðnæturtónleikum á ensku rokksveitina Amplifier. Mæli hiklaust með að fólk kíki á netið og athugi á þeirri sveit.
Sunnudagurinn hófst með sturtu og snarli áður en kíkt var á lokalög Artic Monkeys, samt ekki alveg mitt dót þar á ferð. Því var rölt yfir að sjá áströlsku retro-rokkarana í Wolfmother. Þar var ég á heimavelli og sveitin gríðar hress og skemmtileg. Placebo voru næstir á planinu og voru hressir og samkynhneigðir með skemmtilega tónleika. Hátíðinni var svo slúttað með mögnuðum tónleikum Pink Floyd hetjunnar Roger Waters. Kallinn var eldhress og í fullu fjöri og rendu í gegnum hvern slagarann á fætur öðrum áður en meistaraverkið Dark Side of the Moon var tekið í heild sinni. Frábær myndsýning, surround sound með auka hátölurum og jónu ilmurinn var leikandi allt í kringum mann. Hiklaust næst bestu tónleikar hátíðarinnar, aðeins litlu skrefi fyrir aftan TOOL. Kvöldinu var svo slúttað með að fylgjast með tjöldum brenna og þræða innkaupa kerru upp á staur áður en haldið var í háttinn að ná sér í smá svefn.
Mánudagurinn fór svo í að vera þunnur og þreyttur að bíða í röð eftir lest, bíða í röð eftir skáp undir bakpoka, þvælast í Köben, bíða í röð eftir tjekk inn, tveggja tíma seinkunn á flugi, bíða í röð til að komast í gegnum gæsluna, fljúga heim og komast í langþráð rúm seint og um síðir. Keldan var þrátt fyrir það frábær og vonast ég til að sjá sem flesta þar á næsta ári !
2 Comments:
Góð kelda mar, Deftones voru mun feitari en áður og sönnuðu að fitubollurokk er skíturinn.
Ég vissi ekki að þú hefðir verið á Death Cab for Cutie! Sátt við þig þar ;) Ég fór einmitt ein á þá því ég hélt að allir aðrir vildu frekar fara á Streets.
Ég er hálffúl að hafa misst af pyttinum á Tool. Ég á þennan mínus svo skilið fyrir að hafa verið svona sein að fatta.
Post a Comment
<< Home