Thursday, March 23, 2006

Að vera í góðu sambandi við sinn innri nörd

Að undanförnu hef ég fundið fyrir því hvernig minn innri nörd hefur verið að vaxa eftir að hafa legið í dvala all lengi. Ég og mínir gömlu vinir stunduðum það lengi vel að halda mót í okkar uppáhalds spili sem heitir Blood Bowl, en foreldrar mínir keyptu það handa mér í Baltimore 1995 eða 1996. Upplýsingar um spilið má finna hérna: Blood Bowl
en til að gera langa sögu stutta gengur spilið út að menn, orkar, álfar, dvergar og þess lags fólk er að keppa í ofbeldisfullri útgáfu af amerískum fótbolta, þ.a. að hér leynist smá íþróttamennska, annars eru sófafótbolta menn flestir hverjir miklir nördar, segir mér alla vega enginn að einhver sem man nafn allra leikmanna í "sínu" liði, flestum öðrum og kann allar reglur og kerfi utan að sé ekki nörd. Ég er búinn að kaupa mér módel í nýtt lið sem ég er að verða búinn að líma og mun síðan eflaust verða málað innan skamms, hef reyndar ekkert málað í langan tíma. Í kvöld skal svo spilað og lið andstæðings kramið.
ÉG held að allir eigi að luma á góðu nörda áhugamáli sem hægt er að hella sér í þegar maður hefur ekkert að gera. Á þessum síðustu og verstu tímum vill maður æði oft enda í því að eyða tíma í hangsa á netinu og átta sig svo á að maður hafi eytt t.d. 3 klukkustundum í nákvæmlega ekki neitt. Þá held ég að frekar hafi maður átt að gera eitthvað meira uppbyggilegt og skemmtilegt. Ef þú er að lesa þessa bloggfærslu þarftu greinilega að fá þér áhugamál. Lifi nördisminn !!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er ég þá nörd? Sjálf púsla ég og spila Mahjong

7:21 AM  
Blogger Björn said...

Ég er hjartanlega sammála, það er hægt að eyða ótrúlega miklum tíma í nákvæmlega ekki neitt.

8:19 AM  
Blogger Birna Kristín said...

Ég hef fullt af nördaáhugamálum. Til dæmis þá syng ég í kór og spila bandí ;)

4:21 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

veit ekki hvort púsl fái að flokkast undir nördisma, en Mahjong gerir það örugglega. Bandý er íþrótt og getur því ekki talist nördalegt, kórinn gerir það eflaust. Annars er þetta allt frekar afstætt og fáránlegt :)

3:34 AM  

Post a Comment

<< Home