Monday, January 23, 2006

Gleði og glaumur

Jæja, kominn mánudagur og eftir sitja minnigar af enn einum stórskemmtilegum æfingabúðum í Skálholti, held að maður sé enn pínu eftir sig eftir allt djammið. Helgin byrjuð á föstudegi með góðum rúnt upp í Skálholt, huggulegum kvöldmat eftir eldamennsku á tæki sem er bæði í senn ofn og eldavél, bjór til að skola niður tælenska kjúklinga karrýinu, æfing og svo sniðugir leikir ásamt einum bjór í viðbót. Ég virðist aldrei geta vaknað á morgnanna svo ég missti af fyrstu æfingunni, en tók þeim mun meira á söngnum eftir hádegi. Æfingu lýkur um 5 og viðtekur bjórdrykkja, sturta, fá gamla spælda hænu að gjöf, grilla hamborgara oní 50 manns í skítaroki með aðstoð Einars og Magga skáta sem bjargað deginum með höfuðljósinu sínu, busavígsla, skemmtiatriði, djamm, óvænt afmælisveisla Kristínar Baldurs, heitur pottur og taumlausgleði. Daginn eftir keyrt heim í vægri þynnku og mikilli þreytu. Frábærar æfingabúðir sem erfitt er að toppa :D
Ætla að henda hérna inn nýju koverlagi fyrir leikinn:
koverlag4

5 Comments:

Blogger Birna Kristín said...

Takk fyrir skemmtilega helgi og virkilega góðan mat!

Þetta er Son Of A Gun með Nirvana ;)

12:35 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

þú leynir á þér Birna, tvö stig þarna ! En hvaða sveit samdi lagið ?

3:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vaselines...sá ekki að það var lag þarna, jafnvel eftir að ég las færsluna!

5:48 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Jebb, bíttnik dúóið Vaselines frá Skotlandi ku vera rétt.

6:49 AM  
Blogger Birna Kristín said...

Hehe, ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri koverlag :D

3:34 PM  

Post a Comment

<< Home