Gleði og glaumur
Jæja, kominn mánudagur og eftir sitja minnigar af enn einum stórskemmtilegum æfingabúðum í Skálholti, held að maður sé enn pínu eftir sig eftir allt djammið. Helgin byrjuð á föstudegi með góðum rúnt upp í Skálholt, huggulegum kvöldmat eftir eldamennsku á tæki sem er bæði í senn ofn og eldavél, bjór til að skola niður tælenska kjúklinga karrýinu, æfing og svo sniðugir leikir ásamt einum bjór í viðbót. Ég virðist aldrei geta vaknað á morgnanna svo ég missti af fyrstu æfingunni, en tók þeim mun meira á söngnum eftir hádegi. Æfingu lýkur um 5 og viðtekur bjórdrykkja, sturta, fá gamla spælda hænu að gjöf, grilla hamborgara oní 50 manns í skítaroki með aðstoð Einars og Magga skáta sem bjargað deginum með höfuðljósinu sínu, busavígsla, skemmtiatriði, djamm, óvænt afmælisveisla Kristínar Baldurs, heitur pottur og taumlausgleði. Daginn eftir keyrt heim í vægri þynnku og mikilli þreytu. Frábærar æfingabúðir sem erfitt er að toppa :D
Ætla að henda hérna inn nýju koverlagi fyrir leikinn:
koverlag4
Ætla að henda hérna inn nýju koverlagi fyrir leikinn:
koverlag4
5 Comments:
Takk fyrir skemmtilega helgi og virkilega góðan mat!
Þetta er Son Of A Gun með Nirvana ;)
þú leynir á þér Birna, tvö stig þarna ! En hvaða sveit samdi lagið ?
Vaselines...sá ekki að það var lag þarna, jafnvel eftir að ég las færsluna!
Jebb, bíttnik dúóið Vaselines frá Skotlandi ku vera rétt.
Hehe, ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri koverlag :D
Post a Comment
<< Home