Sunday, November 06, 2005

Abrakadabra

Í gær var mikið fjör, Grímupartý kórsins !!! Herlegheitin voru haldin á heimil Magnúsar í Árbæ og mættu þarf flest allir kórmeðlimir, allir í flottum búningum (ekki frá því að búningastandardinn hafi hækkað talsvert milli ára). Dugar náttla ekki að vera svangur í svona partý og því græjaði ég það með því að kokka eitt stykki lasagna fyrir Birnu, Einar, Kalla, Telmu og mömmu hennar Birnu sem lánaði okkur eldhúsið. Södd mættum við til Magga og uppgötvuðum þá að aðal efnið í bolluna hefði orðið eftir hjá Birnu, svo við tók annar rúntur fram og til baka. Við tók síðan mikið stuð og stemning, búningar kynntir, öl kneyfað, spilað á gítar og sungið, einvígi í Singstar (Einar fékk fleiri stig í Motörhead battlinu, en ég vill meina að ég hafi öskrað hærra og því unnið. Efa reyndar að Lemmy sjálfur myndi fá mörg stig í Singstar:). Verandi ættaður að hluta til af Ströndum mætti ég að sjálfsögðu sem galdramaður, með heimatilbúna skikkju og hatt (Gunni fær stórt prik fyrir magnaða saumavinnu á hattinum). Datt engin kynning í hug en tókst einhvern veginn að skálda eitthvað á staðnum sem vakti lukku og hlátur. Vil þakka öllum sem mættu til Magga og gerðu kvöldið skemmtileg og megi öll partý vera jafn fjörug !

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Flottur búningur. Ertu að segja satt, gerði Gunni hattinn?

2:39 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Jamm, hann sá um allan saumaskap þar.

3:36 AM  
Blogger Birna Kristín said...

Þetta var rosa fjör! Singstar klikkar ekki. Svo má með sanni segja að manúallinn að hafi verið tekinn á þetta

2:03 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Jamm, manúallinn vill oft einmitt virka lang best :) Held samt ég hafi tapað öllum keppnum í singstar. Einar fékk fleiri stig fyrir Motörhead, þú rústaðir mér í Aha ef ég man rétt og svo tapaði ég naumlega fyrir Ellström í Darkness ... fuss

3:32 AM  

Post a Comment

<< Home