Oft er gaman í bíó
Í gær kíkti ég með þeim Einari og Jóhanni í bíó og var förinni heitið að sjá nýjasta verk meistara Tim Burton. Viðfangsefnið að þessu sinni var Kalli og súkkulaðiverksmiðjan eftir Roald Dahl. Minnist þess að hafa átt eftir hann tvær skemmtilegar bækur þegar ég var lítill, um gömul hjón sem þoldu ekki hvort annað og um klókan ref sem stelur hænum frá bónda nokkrum (virðist sem mynd sé í bígerð um refinn skv. imdb). Viðfangsefnið að þessu sinni er um hann Kalla sem er góðhjartaður drengur sem býr með ástríkri en fátækri fjölskyldu sinni í kofa í ónefndri iðnaðarborg í Englandi. Yfir borginni gnæfir risavaxin súkkulaðiverksmiðja iðnjöfursins Willy Wonka sem hefur lokað sig af frá umheiminum og enginn hefur séð í fjölda ára. Willy ákveður svo óvænt að efla til keppni þar sem 5 börn geta fengið að skoða verksmiðjuna hans ásamt einu ættmenni. Sagan er, eins og þær sögur sem ég hef lesið, kaldhæðin og skrýtin dæmisaga sem felur í sér boðskap um fjölskyldu og uppeldi. Burton tekst ansi vel upp við að skapa þann undraverða heim sem leynist inní furðulegri verksmiðju Wonka. Meistari Johnny Depp sér um að túlka Wonka og gerir það rosalega vel að vanda, er í senn meinfyndinn, snjall, barnalegur og furðulegur. Oompa Loomparnir frá Loompalandi koma líka rosa vel út hjá Burton og koma manni ávallt í gott skap. Niðurstaðan er því sú að hér er á ferð virkilega vel gerð mynd með góðum leikurum, þá sérstaklega Depp og þá sem túlka Kalla og Afa hans. Ég hló mikið og dátt að og skemmti mér allan tíman, þrátt fyrir að hafa þurft að sitja skakkur í fremstu röð. Góð mynd sem ég mæli með að allir skelli sér á í bíó. Ætla samt að fara að hætta kaupa mér popp í bíó. Brimsaltur þriggja daga gamall andskoti, þarf að fara finna mér eitthvað nýtt til að maula í bíó. Wonka súkkulaði kannski ?
3 Comments:
Sammála! Alveg snilldar mynd sem allir ættu að sjá! Flottir karakterar, góður húmor, kúl grafík. Einmitt það sem maður vill sjá í svona mynd.
Fyrir þá sem fíla Roald Dahl þá get ég líka mælt með The Twits, sem fjallar um ill hjón, George's Marvelous Medicine um strák sem býr til drullumall, Danny the Champion of the world og Witches. Þær tvær síðastnefndu hafa verið kvikmyndaðar, sú fyrri með feðgunum Jeremy og Samuel Irons og nornamyndin m.a. með Rowan Atkinson og Angelica Huston. Allt stórgott efni.
Úff ég var svo hrædd við Witches!
Annars eru bækurnar alltaf bestar
Post a Comment
<< Home