Tuesday, May 31, 2005

Lengi lifi Armenarokkið !!

Á föstudaginn var kíkti ég í bæinn að kaupa gjöf og sá þá að út var kominn nýr diskur með hressu strákunum í System Of A Down. Þetta er hljómsveit sem ég kom fyrst í kynni við í tölvunarfræðitíma í MR. Þar var einn vinur minn að skoða heimasíðu sveitarinnar og fór að segja mér frá nýju rokksveitinni sem hann var að fýla. Skoðuðum einnig mjög svo skemmtilegt myndskeið af þeim drengjum að spila lagið úr Zelda leikjunum og höfðu samið við það einhvern texta. Þetta er í raun mjög lýsandi fyrir sveitina, því hún er á sama tíma mjög pólitísk en tekur sig engan vegin alvarlega og húmorinn í lögunum sjaldan langt undan, þrátt fyrir háalvarlegan boðskap. Svo gerist það árið 2001 að drengirnir gefa út sína aðra plötu, Toxicity, sem hann Gunnar vinur minn fjárfesti í. Við gjörsamlega nauðguðum þeim disk og hlustuðum á öllum stundum og upphófst frá því mikil hrifning mín af bandinu. Ég fjárfesti stuttu seinna í disknum ásamt því að kaupa fyrstu plötuna, sem ber nafn hljómsveitarinnar. Eftir Toxicity urðu System Of A Down eindæma vinsælir og var þá gefin út plata sem innihélt þau lög sem ekki höfðu komist á fyrri plöturnar. Ber hún nafnið Steal this Album, sem er nafn með renntu. Platan ekkert spes, enda lögin leyfar. En nú voru þeir að gefa út plötuna Mezmerize, sem er stórgóð og hefur verið í nokkuð þéttri spilun hjá mér síðan á föstudaginn.
Annars er það um þá drengi að segja að þeir koma allir frá Armenahverfinu í Los Angeles og er sveitin að mestu hugarfóstur gítarleikarans Daron Malakian sem stofnar hana árið 1995 og sveitin því 10 ára. Hann fékk til liðs við sig söngvarann Serj Tankian, bassaleikarann Shavo Odadijan og trommarann John Dolmayan. Sveitin varð fljótlega vinsæl innan jaðarrokksenunar í LA og gaf út sína fyrstu plötu árið 1998 eftir að hafa fengið samning hjá Americana. Tónlist sveitarinnar er bæði mjög ryðmísk auk þess innihalda mikið af melóldíum, sem eru oftar en ekki byggðar á miðausturlenskum mollskölum. Aðdáendur tengdu það að sjálfsögðu strax við armenskan uppruna liðsmanna en Daron hefur nú yfirleitt haldið því fram að áhrifin séu komin frá Iron Maiden, sem getur vel staðist þar sem Maiden hafa ekkert verið óduglegir að brúka þessa skala. Sjálfur ætlaði Daron alltaf að gerast trommari, en þar sem foreldrar hans bjuggust ekki við að það yrði mikill heimilsfriður eftir það var sú stefna tekinn að gefa honum gítar, alltaf hægt að taka hann úr sambandi ! Þetta olli þó því að Daron hugsar alltaf lögin fyrst út frá ryðmanum áður en hann fer að vesenast í að gera melódíur yfir hann, ekki erfitt að verða var við þau áhrif. Með tilkomu Toxicity árið 2001 voru drengirnir komnir með plötu sem seldist í margfaldri platínu og setti þá efsta í hinni deyjandi Nu-Metal/Alternative senu sem hafði verið aðalrokksenan í Bandaríkjunum eftir að grönsjið dó með Kurt Cobain. Henni var fylgt eftir með stífum túr og vinsældirnar nýttar til að beita sér í ýmsum pólitískum málefnum og útgáfu. En nú er komin út fyrri hluti tveggja plötu verks, Mezmerize/Hypnotize, en búast má við því að seinni hlutinn komi í búðir í byrjun haust. Ef hann verður eitthvað í líkingu við fyrri hlutann verður þar mikil snilld á ferð og mun ég bíða spenntur eftir honum.

2 Comments:

Blogger Einar said...

Það er mér alltaf í fersku minni þegar ég heyrði í SoaD í fyrsta skipti. Var í Þórsmerkurfyllerísferð með NFS og Linda vinkona mín dró upp fyrsta diskinn þeirra. Var ekkert rosalega hrifinn því að verandi í ferðalagi vildi ég bara Creedence Clearwater og Sinatra. Platan fékk að malla í nokkra tíma og núna er þetta eina af mínum uppáhalds, nostalgíupakki og alles áhangandi.

6:01 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Sugar !!!!!

6:10 AM  

Post a Comment

<< Home