We're fucking Pantera, kings of metal !!
Þessi fleygu orð mælti Phil nokkur Anselmo söngvari Pantera á vídeó klippu sem ég átti af þeim drengjum að spila á tónleikum á Ozzfest 2000. Pantera voru þá að fylgja eftir plötunni Reinventing the Steel, síðustu plötunni sem sveitinn náði að gera áður en hún lagði upp laupana árið 2003. Men héldu þó sterkt í þá von að menn myndu leysa sinn ágreining og Pantera myndi halda áfram að gera fyrsta flokks þungarokk. Því miður mun það aldrei gerast þar sem hinn 8 desember 2004 var gítarleikari sveitarinnar, Dimebag Darrel, myrtur þegar snargeðveikur byssumaður stökk upp á sviðið og skaut nokkrum kúlum í gegnum hausinn á honum. Já, þetta voru ekki fréttirnar sem ég vildi fá þegar ég var miðri jólaprófatörn. Hafði ekki beint góð áhrif á einbeitinguna.
Pantera var stofnuð á hinu herrans ári 1982 af þeim bræðrum "Dimebag" Darrel Abbot og Vinnie Paul Abbot á gítar og trommur. Með þeim í sveitina bættust svo bassaleikarinn Rex Brown og söngvari að nafni Terrence Lee. Í kjölfarið fylgdu svo nokkrar vondar glam metal plötur með vond nöfn eins og t.d. Metal Magic, Projects In the Jungel og I Am the Night. Dimebag var þó farinn að geta af sér orðspor sem virkilega hæfileikur gítarleikari og var hann vinsamlegast beðinn um að hætta að mæta í hæfileika keppnir í heimabæ sínum í Texas þar sem hann vann alltaf öruggan sigur. Vann þannig meðal annars Randall magnara stæðuna sína sem hann varð svo frægur fyrir að nota ásamt bláa x-laga Dean gítarnum með eldingarnar. Eftir þessar plötur eru þá gerð merk söngvaraskipti. Út fer Terrence Lee og inn kemur hinn magnaði söngvari Phil Anselmo.
Eftir það fara drengirnir að breyta hljóminum í hljómsveitinni, eðal thrash metall á diskinn með góðri skvettu af pönki og miklu suðurríkja grúvi. Árið 1990 kom svo út hin merka plata Cowboys From Hell sem markaði upphafið að gullárum Pantera. Platan tröllreið yfir þungarokksheiminn og kom Pantera ærlega á kortið. Hér var kominn ferskur hljómur sem markaði endurkomu þungarokksins. Fylgt var eftir með miklum túr og var meðal annars spilað á hinum frægu Monsters Of Rock tónleikum í Moskvu með Metallica og AC/DC. 1992 og 1994 komu svo út hinar stórgóðu plötur Vulgar Display Of Power og Far Beyond Driven sem afrekuðu það seljast í platínu sölu án nokkurar hjálpar frá fjölmiðlum, stórgott orðspor sveitarinar og mikið tónleikaspil var það eina sem þurfti til. En eins og vill oft gerast fóru síðan hlutirnir að liggja niður á við. Phil var farinn að vera nokkuð duglegur að neyta eiturlyfja og tók meðal annars upp á því að deyja, en var sem betur fer lífgaður aftur við. Einnig var hann duglegur að koma sér upp hliðarverkefnum, eins og t.d. hina stórgóðu sveit Down, sem drógu athygli hans frá Pantera. Út voru þó gefnar plöturnar The Great Southern Trendkill og Reinventing the Steel. Þær eru báðar ágætis plötur en ná þó ekki hinum fyrri í gæðum. En það þýðir ekki að syrgja. Pantera gáfu okkur einhverjar bestu þungarokks plötur allra tíma og á meðan maður hefur þær mun andi Dimebag Darrel og Pantera ávallt lifa. Svo er aldrei að vita nema Anselmo komi Down verkefninu aftur saman og þeir geri nýja plötu, þá myndi ég alla vega kætast mikið !
Pantera var stofnuð á hinu herrans ári 1982 af þeim bræðrum "Dimebag" Darrel Abbot og Vinnie Paul Abbot á gítar og trommur. Með þeim í sveitina bættust svo bassaleikarinn Rex Brown og söngvari að nafni Terrence Lee. Í kjölfarið fylgdu svo nokkrar vondar glam metal plötur með vond nöfn eins og t.d. Metal Magic, Projects In the Jungel og I Am the Night. Dimebag var þó farinn að geta af sér orðspor sem virkilega hæfileikur gítarleikari og var hann vinsamlegast beðinn um að hætta að mæta í hæfileika keppnir í heimabæ sínum í Texas þar sem hann vann alltaf öruggan sigur. Vann þannig meðal annars Randall magnara stæðuna sína sem hann varð svo frægur fyrir að nota ásamt bláa x-laga Dean gítarnum með eldingarnar. Eftir þessar plötur eru þá gerð merk söngvaraskipti. Út fer Terrence Lee og inn kemur hinn magnaði söngvari Phil Anselmo.
Eftir það fara drengirnir að breyta hljóminum í hljómsveitinni, eðal thrash metall á diskinn með góðri skvettu af pönki og miklu suðurríkja grúvi. Árið 1990 kom svo út hin merka plata Cowboys From Hell sem markaði upphafið að gullárum Pantera. Platan tröllreið yfir þungarokksheiminn og kom Pantera ærlega á kortið. Hér var kominn ferskur hljómur sem markaði endurkomu þungarokksins. Fylgt var eftir með miklum túr og var meðal annars spilað á hinum frægu Monsters Of Rock tónleikum í Moskvu með Metallica og AC/DC. 1992 og 1994 komu svo út hinar stórgóðu plötur Vulgar Display Of Power og Far Beyond Driven sem afrekuðu það seljast í platínu sölu án nokkurar hjálpar frá fjölmiðlum, stórgott orðspor sveitarinar og mikið tónleikaspil var það eina sem þurfti til. En eins og vill oft gerast fóru síðan hlutirnir að liggja niður á við. Phil var farinn að vera nokkuð duglegur að neyta eiturlyfja og tók meðal annars upp á því að deyja, en var sem betur fer lífgaður aftur við. Einnig var hann duglegur að koma sér upp hliðarverkefnum, eins og t.d. hina stórgóðu sveit Down, sem drógu athygli hans frá Pantera. Út voru þó gefnar plöturnar The Great Southern Trendkill og Reinventing the Steel. Þær eru báðar ágætis plötur en ná þó ekki hinum fyrri í gæðum. En það þýðir ekki að syrgja. Pantera gáfu okkur einhverjar bestu þungarokks plötur allra tíma og á meðan maður hefur þær mun andi Dimebag Darrel og Pantera ávallt lifa. Svo er aldrei að vita nema Anselmo komi Down verkefninu aftur saman og þeir geri nýja plötu, þá myndi ég alla vega kætast mikið !
8 Comments:
Loksins komið blogg sem vert er að lesa!
Þú gleymir að minnast á fyrstu Anselmo plötunna Power Metal...en kannski ekki þess vert að minnast á
Styttri texta svo maður nenni að lesa ;)
Ef þú nennir ekki að lesa þetta ekki gera það þá!
já
You see us comin'
And you all together run for cover
We're takin over this town
Alls ekki styttri texta. Þeir sem nenna ekki að lesa hafa engann áhuga á efninu. Keep on the good work, bíð eftir flösuþeyturnum :)
Bannað að hætta að blogga þó það sé upplestrarfrí! Seisei nei
Power Metal og hitt glamdótið er eitthvað sem er held ég best gleymt :)
Textar munu ekki verða styttri, skrifa eins mörg orð og ég þarf til að miðla efninu.
Er ekki á leiðinni að hætta að þeyta flösunni í bráð !!
Post a Comment
<< Home