Friday, September 05, 2008

Bamm Bamm

Mér finnst að fólk eigi ekki að vera að vekja mig um nætur með því að vera að skjóta úti i loftið !

Wednesday, September 03, 2008

Að fá lög á heilann

Ég veit ekki af hverju en einhverra hluta vegna virðist sem að þegar maður fær lög á heilann, þá eru það alltaf slæm lög eða hræðileg stef. Við fórum í bíó um daginn (að horfa á myndband er góð skemmtun) og sáum gamanmyndina Get Smart, sem er fínasta afþreying. Á undan myndinni var auglýsing frá símafyrirtækinu Sonofon með frekar hræðilegu hip hop stefi (sem má sjá hér). Ég fór svo út að skokka í gær til að liðka lappir og hreinsa hugann en það hefði ég betur látið ógert, alla vega partinn með að hreinsa hugann, því um leið og hugurinn var orðinn hreinn byrjaði hann að verða mengaður af þessu stefi, mér til mikilla ama. Þar áður hafði ég svo fengið þetta hræðilega kover Sign á heilann. Mér finnst að það eigi einhverjir vísindamenn að eyða bæði tíma og fjár í að komast að því hvað veldur þessu og finna leið til að fyrirbyggja að svona gerist.

Annars er ég búinn að versla mér flug til Íslands. Laugardaginn 20. september lendi ég á Íslandi klukkan hálf þrjú. Þá verður 2ja ára búsetu í Danaveldi lokið.

Tuesday, July 29, 2008

Aqua og Jókerinn

Atli ákvað að kíkja í heimsókn til okkar um síðustu helgi. Ástæðan fyrir því voru tónleikar Aqua á Grønkoncert í Næstved en Aqua komu nýlega saman eftir ára langt hlé. Því var haldið í pílagrímaferð á laugardaginn var til Næstved, syðst á Sjálandi, til að berja goðin augum. Sökum mikils hita hefur lestarferðum innanlands verið fækkað þar sem sólin fer víst ekki vel með gamla teina. Það í bland við þann misskilning að ég hélt að við þyrftum að skipta um lest á leiðinni olli því að það tók okkur um 3 tíma að komast til Næstved. Þar mættum við svo galvaskir og náðum akkúrat að koma á svæðið í byrjun tónleikana. Aqua er ekki beint mitt uppáhald, en þau héldu uppi ágætu "sjói" og dönsku hlýrabolaguttarnir virtust skemmta sér vel. Um leið og tónleikarnir voru búnir skunduðu við af svæðinu til að komast burt á undan mannhafinu, náðum í þetta skiptið lest sem fór beint til Kaupmannahafnar og fengum okkur sushi í tilefni dagsins.

Á sunnudaginn var svo kíkt í bíó að sjá Dark Knight. Ég get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir þessum 150 mínútum sem myndin er. Heath heitinn stóð sig frábærlega sem Jókerinn og átti stærsta þáttinn í að gera myndina svona skemmtilega. Ef þú lesandi góður hefur ekki séð myndina mæli ég með þú skundir í næsta bíó og verslir þér stóra popp og kók með.

Og á morgun tökum við svo lest til Wacken í Holsten í norður Þýskalandi, héraði sem var fyrir 150 árum eign Danakonungs. Þar ætlum við að hlýða á fagra þungarokkstóna í nokkra daga, ásamt því að öl verður þjórað. Eftir þá ferð tekur svo við u.þ.b. 5 vikna tímabil af ölbindindi, stífum ritgerðarskrifum og almennri geðveilu.

Monday, June 16, 2008

Dönsk popptónlist

dæmið sjálf, en ég held að Danir hafi fengið leifarnar þegar tónlistargeninu var dreift til norrænna þjóð. Nokkur tóndæmi:

Nik & Jay

Jokeren

Magtens Korridorer

Disneyland After Dark

Burhan G

Hej Matematik

Big Fat Snake

Spleen United

Nephew

Suspekt

svo á Aqua líka heima hérna, en þið vitið hvernig það hljómar

Friday, May 09, 2008

Mér er heitt

Ég sit fyrir framan tölvunni í íbúðinni okkar. Sólin skín miskunnarlaust á mig og ég svitna eins og svín meðan að ég reyni að vinna úr gögnum í Matlab. Mig grunar að ég muni ekki eiga eftir að kvarta framar yfir kuldanum á Íslandi þegar þetta sumar er á enda.

Var á fyrirlestir í gær

Um lög Dana gagnvart nauðvörn. Núna veit ég að hér er Indiana Jones talsvert að fara yfir þá heimild um vald sem nauðvarnarlöggjöfin bíður upp á.

Wednesday, May 07, 2008

Fór í biffen

Og sá Iron Man. Verð að segja að mér fannst hún nokkuð skemmtileg og held ég að það megi skrifast að mestu leyti á hann Robert Downey Jr. Honum tekst að gera skemmtilega ofurhetju sem er á sama tíma svöl en samt pínu misheppnuð. Jeff "the dude" Bridges kemur líka á óvart sem ótrúlega vondur vondikall.
Þeir sem eru jafnmikil njerðir og ég og geta spottað Tom Morello í myndinni fá öl.

Sunday, May 04, 2008

Mig langar

Að sjá þessa mynd. Veit ekki af hverju. Pælingin á bakvið þessa mynd hljómar bara svo illa að hún hlýtur að vera góð.