Tuesday, September 25, 2007

Að vera veikur

Sleikir hamstur !
Sérstaklega þegar maður er að fara að standa í flutningum daginn eftir, þá er massa kvef ekki að koma sterkt inn !!
Vildi bara koma því á framfæri !!!

Monday, September 24, 2007

Flytjist

Við erum að fara að flytja til Vanløse eftir nokkra daga og færa okkur þannig úr 13m2 í heila 32m2. Þetta er 2,46 föld stækkun, og því eins gott að menn haldi vel á spöðunum, því annars gæti mikilmennsku -og víðáttubrjálæði tekið við. Fáum lyklana annað kvöld og munum svo að öllum líkindum fara að færa á milli "búslóðina" (sem samanstendur af rúmi, sjónvarpi, litlu Ikea borði, DVD spilara, stól, rafmagnsgítar og svo smádóti) á miðvikudaginn. Hver veit nema öllum verði svo boðið í innflutningspartý um næstu helgi !

Monday, September 17, 2007

Dagdraumar

Ég væri alveg til í að geta gert svona hluti. Kannski ef ég æfi mig rosalega mikið. Samt líklega ekki.

TKD sprikl
meira sprikl
flísum fargað
15 spónaplötur mæta örlögum sínum
og ein plata til viðbótar

Friday, September 14, 2007

Myndir

Eru á blogginu hennar Sigrúnar. Óþarfi að finna upp hjólið tvisvar, þ.a. þeim sem langar að sjá í pixlum hvað við höfum verið að bralla upp á síðkastið geta kíkt þangað.

Wednesday, September 12, 2007

Danblogg

Ákvað að henda inn nokkrum orðum til að láta fólk vita að ég sé lifandi hérna í Danmörku. Sunnudaginn 3. september var flogið aftur út, og því er ég búinn að vera hérna núna í c.a. 10 daga. Við Sigrún höfum það ágætt í 13 m2 holunni okkar, eða alla vega eins gott og hægt er að gera úr þröngum kost. Miðað við biðraðirnar lítur ekki út fyrir að við séum að fara að fá stærri stúdentaíbúð fyrr en rétt fyrir jól og leitin að húsnæði til að búa í í millitíðinni hefur ekki borið árangur. Kúrsarnir 3 sem ég valdi mér byrja vel og því má búast við að síðasta misserið mitt af kúrsum verði fínt. Helst að ég nöldri yfir að í fyrsta skipti þarf ég að mæta kl 8 á morgnanna í DTU sem krefst þess að ég fari á fætur kl 06:30. Morgunúrill maður eins og ég fílar ekki beint svoleiðis. Eftir þessi jólapróf mun ég aldrei aftur þurfa að taka próf, sem er mjög gleðilegt. Ég er farinn að æfa aftur taekwondo og má finna á harðsperrunum mínum að sumarið hjá Sjóvá hefur gert mann að algjöri kartöflu. Það stendur til að bæta það ástand.
Síðasta helgi fór í frekar mikil rólegheit hjá mér þar sem ég nældi mér í einhverja sólarhringsveiki á föstudaginn og fór skjálfandi snemma í háttinn. Á laugardaginn var eldað lasagne heima hjá Gaua. Við Gaui fórum svo að hjálpa Katli að malla mohito, en það var þemakvöld á kollegíinu hans þar sem hvert herbergi í hæðinni þurfti að redda einum drykk. Svo ætluðum við Sigrún að kíkja á alþjóðkvöld á stúdentabarnum, en þegar við komum var staðurinn pakkaður ekki mikil von á að komast inn. Því var ákveðið að fara bara snemma að sofa þar sem ég var enn hálf slappur. Á sunnudaginn var svo massaður 3ja tíma menningarlegur göngutúr um kastala drottningarinnar og Kastalettið sem er gamalt danskt virki í Kaupmannahöfn frá sautjándu öld, reist til að geta betur baunað fallbyssukúlum á Svía. Göngutúrnum var svo slúttað með velskulduðum öl í Nýhöfn.

Lag dagsins í dag er með Nora