Wednesday, August 31, 2005

Miltisbrandur og meistaranám

Í dag er Anthrax dagur hjá mér. Anthrax eru óld skúl thrash metal band og voru einn af þeim stóru í 80's þungarokkssenunni í USA með Metallica, Megadeth og Slayer. Anthrax er svona hressi, jollí gaurinn í þessu fereyki og er því upplagt til að hlusta á við alla líkamlega iðju eins og að hoppa, hlaupa og t.d. spila bandý (eru ekki græjur í íþrótthúsinu í HÍ ... humm). Eins og með allar hinar sveitirnar er gulltímabil Anthrax níundi áratugurinn og mæli ég með plötunum Among the Living og Persistence of Time fyrir áhugsama um hresst og skemmtilegt þungarokk.
Í dag var líka fyrsti dagurinn minn sem meistaranema sem hófst á tíma í mynsturgreiningu. Það ku vera 4 skráðir í kúrsinn en ég var sé eini sem mætti og fékk því spes kynningu á námskeiðinu. Þar sem aðeins voru 3 stykki kúrsar í boði (= 9 einingar) vantar mig eitthvað eitt í viðbót til að hafa nóg að gera og vera gjaldgengur fyrir láni. Langar í einhvern sögu eða tungumála kúrs úr hugvísindadeild sem er 3 einingar og passar í stundarskrána mína. Þeir virðast aftur á móti flestir vilja vera 2,5 einingar eða 5 einingar (WTF !!) og vera á sama tíma og þessir ekki svo mörgu tímar sem ég er í. Fuss, þarf að fara kafa betur í þessari blessuðu námskrá.

Monday, August 29, 2005

Blásýra rokkar !!

Laugardagurinn 27 ágúst 2005 mun lengi lifa í minningu þeirra sem þá lögðu leið sína á Byggðarenda. Þær mæðgur Birna og Anna voru að fagna afmæli sínu og því þótti upplagt að til að hámarka gleðina að fá okkur gleðigjafana í Blásýru til að mæta á svæðið og halda ball í stofunni. Við drengirnir í Blásýru tókum nátturulega bara vel í það og 30 laga prógram æft. Dagurinn byrjaður á bandí, subway og síðan að renna yfir prógrammið í síðasta sinn fyrir “giggið”. Svo er það uppáhald allra, að róta stöffinu og setja það upp. Vorum aðeins á eftir áætlun þar sem fyrstu gestirnir voru að mæta á svæðið á meðan við vorum að klára að setja upp, en það slapp nú alveg. Svo var bara drifið sig heim í sturtu og fengið sér aðeins í gogginn og mætt ferksur á staðinn.
Fengum að skella í okkur eins og einum bjór og fá nokkra í nesti á “sviðið” (horn í stofunni)
í boði Birnu áður en herlegheitin hófust. Opnunarlagið, Sabotage með Beasty Boys, kom okkur og öllum í gírinn og gaf góð fyrirheit um það snilldar partý sem var framundan. Hér voru mættar tvær kynslóðir og var mjög gaman að sjá hvað “aldnir” höfðu ekkert síður gaman af að dansa en ungir. Eins og vill ávallt vera hér á Íslandi þá olli aukinn neysla á vínanda aukningu á stemningu. Nóg flæddi af ölinu og stemning með afburðum góð. Rokk, popp, rapp, diskó, dans, sviti, hopp og skopp. Eitthvað það skemmtilegasta partý sem ég hef mætt í og tekið þátt í að skapa stemningu. Megi þau verða fleiri og eins mörg og hugsast getur !

Monday, August 01, 2005

Faith No More

Er þetta popp ? Er þetta metall ?? Er þetta rapp ??? Nei, hér er á ferðinni Faith No More ! Þessi sveit er með þeim fáu sem geta verið í senn poppaðir, þungir og furðulegir, og oft í sama laginu. Sveitin er stofnuð á því herrans ári 1981 og fengu þeir fyrst athygli með laginu We Care A Lot þar sem þeir blönduðu saman furðulegum metal stíl gítarleikarans Big Jim Martins við 80's rapp. En í raun hefst saga þeirrar Faith No More sem flestir elska ekki fyrr en 1988 þegar upprunnalegi söngvarinn Chuck Mosley er rekinn og í hans stað fenginn ofurbarkinn Mike Patton, þá 20 ára að aldri, sem samþykkti að ganga til liðs við sveitina gegn því að hann myndi samt halda áfram að vera í tilraunarokkbandinu sínu Mr. Bungle. Árið eftir gefa þeir svo út fyrstu plötuna með Patton sem söngvara, hina fínu Real Thing sem gat af sér slagarann Epic. Þarna lætur Patton lítið reyna á fjölhæft raddsvið sitt og syngur með frekar hárri og poppaðri röddu sem gegnur vel við þá popp og metal blöndu sem þeir voru að reyna að ná. Epic varð mjög vinsælt þegar það var gefið út sem singull og markað braut sveitarinnar inn í meginstrauminn. Flestir hefðu eflaust fylgt nýfenginni frægð eftir með því að halda sér á öruggu brautinni og mjólka hljóminn sem hafði gert þá fræga. En Faith No More komu næst til baka árið 1992 með hina mjög svo tilraunakenndu og skemmtilegu Angel Dust. Hér fer Patton að gera ýmsar kúnstir og tilraunir með raddbeytingu sína og lögin eins mismunandi og þau eru mörg, bræðingur af poppi, metal, fönki og öllu öðru sem mönnum getur dottið í hug að skeyta saman. Á þessum tíma var sveitin líka farinn að geta af sér orðspor fyrir almenn furðulegheit, t.d. á Patton að hafa migið í stígvél á tónleikum og svo drukkið úr því, og á einnig að hafa haft gaman af því að skíta í hárþurrkur á hótel og skilja þær svo eftir handa næstu gestum. Einnig hafði gítarleikari sveitarinn, Big Jim, gaman af því að skjóta göt á veggina í hótelum og fylla svo upp í með tannkremi. Eftir Angel Dust fór þó að gæta á brestum innan sveitarinnar og fór svo að Big Jim var rekinn með faxi, þar sem enginn í sveitinni treysti sér til að reka hann í persónu. Hann ræktar víst grasker í dag. Í hans stað sótti Patton gítarleikara Mr. Bungle, Trey Spruance, til að fylla í skarðið og gáfu þeir út plötuna King For A Day, Fool For a Lifetime. Hér er farið að gæta að minni tilraunamennsku innan lagan sjálfra, en þrátt fyrir það eru lögin öll mismunandi og á plötunni að finna bæði angurvær popplög og sveitta rokkara. Eftir upptökurnar á plötunni hættir Trey svo og nokkur gítarleikara skipti fylgja í kjölfarið. 1997 gefa svo Faith No More út plötuna Album Of the Year og gat hún af sér singulinn Ashes To Ashes sem ómaði oft í útvarpinu þegar að ég var að bera út póst á þeim tíma. Hún reynist vera þeirra hnitmiðasta verk og er fín plata, þó að mínu mati sé Angel Dust hátindur sveitarinnar. Fleiri verða þó ekki verk Faith No More þar sem sveitin leggur upp laupana árið 1998. Patton hefur þó ekki setið auðum höndum eftir það. Mr. Bungle hélt áfram starfsemi í nokkur á eftir að Faith No More hættu, áður en þeir lögðu svo einnig hljóðfærin á hilluna. Patton stofnaði svo annars vegar rokkbandið Tomahawk og hins vegar hina mjög svo tilraunakenndu Fantómas og er þess fyrir utan að með í gangi fullt af eigin verkefnum og hjálpaði meðal annars Björk við að gera plötuna sína Medúla. Því miður vill Patton aldrei ræða um hvort einhver möguleiki sé á að Faith No More muni nokkru tíman koma saman aftur og því líklega litlar líkur á því, en við eigum samt þær plötur sem þeir gerðu og hef ég hingað til notið þeirra vel. Vona að þið munið gera það einnig.