Thursday, December 21, 2006

Búinn í prófum !


Fokk já, tími fyrir djamm og skemmtilegheit. Ekki aftur próf fyrr en í maí

Tuesday, December 19, 2006

Nenni ekki að vera í prófum

Svo lítið eftir, en samt svo mikið. Mikið verð ég glaður þegar síðasta prófið er á enda á fimmtudaginn, alveg með æluna upp í kok af þessu. Hata próf. En svo er bara gleði og jól og dót.

Monday, December 11, 2006

Anað út í óvissuna

Eftir 9 tíma fer ég í mitt fyrsta próf af fjórum fyrir jólin. Það vill svo skemmtilega til að þetta er munnlegt próf þar sem ég dreg eitt efni af 8 og á svo að segja frá kunnáttu minni í þeim hluta efnisins. Verður spes, hef alla vega aldrei þurft að gera þetta áður í vísindafagi, bara í íslensku þar sem maður átti að greina ljóð og svo segja frá sumarvinnunni á þýsku og ensku. Sjáum hvort það komi ekki eitthvað sniðugt út úr þessu. Ég verð alla vega SVONA kátur þegar prófin eru búinn 21sta og ég get kíkt heim í jólagleðina.

Saturday, December 09, 2006

Múhameð fer til fjallsins

Já, nú er kjallinn bara loksins kominn í eigið húsnæði í Danmörku eftir að hafa verið formlega skráður í landinu í 3 mánuði. Kominn í einstaklings "íbúð" sem innheldur 13m2 svefn -og vinnuherbergi sem inniheldur rúm og skrifborð, baðherbergi og forstofu með 2 skápum. Íbúðin inniheldur líka lúxus eins og lítinn vegg á gólfin á baðherberginu sem aðskilur sturtuna og klósettið og kemur þannig í veg fyrir að vatnið flæði yfir allt baðherbergið. Slíkur lúxus er vandfundinn í Danmörku. Annar lúxus er svalir sem ég get lokað fyrir með glæru plasti. Gefur möguleika eins og að opna svalahurðina til að lofta út. Geyma úti drykki eins og sódavatn, kók og bjór meðan sæmilega kalt er í veðri og geyma þvottagrind. Síðan hef ég aðganga að sameiginlegu elhúsi þar sem ég hef afnot af ýmsum eldhúsáhöldum, boxi til að geyma dót, eina hillu og box í ísskáp, box í botninum á frystikistu og litlum skáp.
En ég er að hugsa um að fara að laga mér kaffi og læra eitthvað. Dagurinn í gær fór að bera drasl, flytja, og hjálpa Gaua að flytja. Dagurinn í dag mest megnis að skrúfa saman borð, stól, lampa, kaupa lengri netsnúru svo borðið gæti verið nálægt glugganum og millifæra mat í ísskápinn. Próf á þriðjudaginn. Gleði framundan.

Monday, December 04, 2006

Warning ! Boredom ahead !

Já, ég er ekki frá því að síðast liðnar og nærliggjandi vikur sé- með leiðinlegri tímabilum ævi minnar. Prófstressið farið að segja aðeins til sín og lítið gert annað en grunn líkamsþarfir, skokka þegar ég þarfnast hreyfingar og læra. Samskipti við annað fólk á mjög lágu stigi. Tilveran komin í rútínu af leiðindum. Skammdegið hérna í Danmörku er verra en heima. Þeir hafa kannski 2 auka klukkutíma af sólarljósi, en sökum rakans er alltaf blautt. Það gerir það að verkum allt er grámyglað sama hvaða tíma dags það er. Klukkan 16:00 er svo komið myrkur, almennilegt myrkur. Þeir eru ekkert mikið fyrir að lýsa meira en þeir þurfa nauðsynlega. Þannig að dagurinn byrjar á myrkri, þróast yfir í grámyglu og svo aftur í myrkur.
Ég er líka búinn að komast að því að ég er ekkert voða lega gott efni í piparsvein. Ég er kominn með algjöran viðbjóð að vera borða afganga sem 2/3 af kvöldmáltíðum mínum. Og svo pítsa þegar ég nenni ekki að elda. Kominn með nett ógeð á pítsum. Á föstudaginn mun ég svo flytja úr litlu húsnæði í minna húsnæði. Mikil gleði framundan.
Þeim sem langar að taka þátt í grámyglunni með mér geta kíkt á þetta vídeó með My Dying Bride. Fengu greininlega ekki að hafa það 12 mín langt eins og lagið er, en þetta ætti að duga til að koma hverjum sem er í grámyglustuð.

My Dying Bride- Cry of Mankind