Saturday, December 24, 2005

Gleðileg jól !

Vil óska öllum gleðilegra jóla, góðrar átu, flottra pakka og yndislegrar stundar hvar sem þeir eru. Ég ætla að fá mér sjávaréttakokteil, rjúpu og búðing, opna svo pakka og heyra svo bróður minn syngja á miðnætursmessu biskups. Á morgun jólamessa með uppáhalds kórnum mínum, jólaboð heima með fullt af hangiketi og svo árlegt spilakvöld. Rjúpnasúpa og Narnía þann annan í jólum. Og svo á ég afmæli þann þriðja og svo koma áramót. Nóg að gerast af skemmtilegum hlutum. Ætla að lokum að leyfa Elton John að syngja inn jólin, hann náttla nýgiftur og sællegur kallinn.
Step Into Christmas

Monday, December 19, 2005

Þyrni-Þórir vaknar af værum blundi

Í dag vaknaði ég fyrir einum og hálfum tíma síðan eftir mjög svo nauðsynlegan 12 tíma svefn. Á föstudaginn klárað 2ja daga heimapróf í stafrænnimerkjafræði sem leiddi af sér lítinn svefn þá 2 daga. Smá svefn náðist yfir daginn áður en haldið var á Nasa að sjá Telmu keppa í Idol. Síðan haldið til Birnu og bjór sötraður til 6 um morguninn. Sofnað um hálf sjö, vaknað um hádegi og farið í mjög svo þreytt bandý. Eftir bandý á ég 3stk missed call frá Gunna sem sárvantaði mannskap til að þjóna í jólahlaðborði á Borginni. Kl 6 þann daginn var því eldskírn mín sem þjónn og eftir 8 tíma af hlaupum í lakkskóm með bakka í annarri var bakið á mér orðið eins og hjá áttræðum manni. Síðan tók við bjórsötr eftir vakt ásamt kebabáti. Sofnað aftur kl 6:30 um morguninn. Vaknað um hádegi og farið að skoða jólagjafir í bænum með familíunni .... zombí stæl. Mamma og pabbi áttu brúðkaupsafmæli (og Óli afmæli, til hamingju með daginn Óli) svo kvöldmatur var snæddur á Galileó og svo farið á jólatónleika Langholtskirkjukórsins. Skemmtilegir jólatónleikar sem komu manni í ágætisjólaskap. Eivör finnst mér alltaf skemmtileg söngkona með mjög sérstaka rödd, finnst alltaf eins og hún sé nýkomin úr álfahólnum sínum til að heilla okkur hin mennsku með sírenurödd sinni. Eftir tónleika var því ekki annað gera en að fara að sofa, síðustu 108 tíma örugglega ekki sofið meira en 20 svo nú var komið að skuldadögum !

Thursday, December 15, 2005

Próf að enda, jól og afmæli að nálgast

Fann þetta dæmi á veraldavefnum sem þykist geta dæmt um karakter minn eftir afmælisdegi. Hversu nærri lagi ætli þessi spádómur sé ?

Your Birthdate: December 27

You are a spiritual soul - a person who tries to find meaning in everything.
You spend a good amount of time meditating, trying to figure out life.
Helping others is also important to you. You enjoy social activities with that goal.
You are very generous and giving. Yet you expect very little in return.

Your strength: Getting along with anyone and everyone

Your weakness: Needing a good amount of downtime to recharge

Your power color: Cobalt blue

Your power symbol: Dove

Your power month:
September