Monday, November 28, 2005

Loksins kominn ný bloggfærsla !!

Ætlaði að skrifa hér á þessa helgu síður fyrir viku síðan, en gerði einhvern veginn ekkert í málinu. Þá ætlaði ég að segja frá myndinni Serenity sem ég fór að sjá á föstudeginum fyrir viku. Þar var á ferð mjög skemmtileg sci-fi mynd, furðulega blanda af Star Wars og klístvúdd spagettí vestra sem virkar mjög vel. Myndin er framhald sjónvarpsþátta um ævintýri áhafnar geimflaugarinnar Serenity, og vildi svo skemmtilega til að móðir mín fór til London í síðustu viku í nokkra daga og fann þar seríuna á hálfvirði, og höfum ég og bróðir minn verið að vinna í því að slátra henni. Búnir með 3 diska af 4, og eru seríurnar ekkert síðri en myndinn. Dótið fær topp einkunn frá mér !
Meira bíó um helgina þar sem farið var að sjá Harry Potter og eldbikarinn. Myndinn var í all flesta staði mjög góð og hafði ég mjög gaman af að sitja í sætinu mínu og glápa á stóra skjáinn. Saknaði soldið húsálfanna Dobby og Winky sem fengu ekki að vera með í myndinni, húsálfar alveg með skemmtilegri verum í bókunum. Ekki var heldur lagt í að gera blast-ended-skrewts "dýrinn" sem Hagrid notað við kennslu, og að endingu smellti einu í völundahúsið. Dumblidori átti það líka til að æsa sig aðeins meira en manni finnst eðlilegt úr bókunum, en þar er hann alltaf pollrólegur. En þetta eru bara smáatriði sem skipta ekki öllu fyrir heildina þegar menn reyna að gera mynd úr bók.Eftir mynd glögg hjá Gísla, en glöggið var ansi gott á bragði, þó kannski ekki jafn gott í malla.
Núna þarf ég líklega að fara að einbeita mér aftur að náminu. Skila lokaverkefnum og kynna með fyrirlestri, bæði á föstudegi og næsta mánudag, og gilda bæði góðan part af lokaeinkunn. Verður nóg að gera og maður verður að halda vel á spöðunum. Set inn að lokum smá gott grúv í boði Brant Bjork, fyrrum trommara Kyuss og Fu Manchu. Músík sem ætti að óma þegar allir eru komnir í pottinn í Skálholti :)
My Ghettoblaster
Joey's Radio

Monday, November 14, 2005

Heróín Potter

Sökum þess að fjórða Potter myndin verður nú brátt frumsýnd ákvað ég að taka loks af skarið og lesa eina Potter bók. Það var fyrir tveim vikum og núna er ég búinn með 4ðu, 5tu og næstum 1/3 af þeirri 6tu (rúmar 1500 bls af Potter á tveim vikum, u.þ.b. 107 bls af Potter á dag!). Ef minnið bregst mér ekki kom fyrsta bókin út á miðjum menntaskólaárum mínum, með tilheyrandi æði sem ég einhvern veginn smitaðist ekki af. Bróðir minn gleypti þetta aftur á móti allt í sig og því voru hér til allar bækurnar og biðu eftir að láta lesa sig. Veit ekki hvað málið er en einhvera hluta vegna grípa þessar bækur mann strax og maður þarf einhvern veginn að vita alltaf hvað gerist í næsta kafla, læra meira um allar persónurnar og sjá hvernig baráttan við Voldemort þróast. Innri nördin vaknar og fer að pæla í hvernig göldrum maður yrði góður í, hvaða flokki myndi maður tilheyra. Slytherin liðið virðist vera óþolandi og illskeytt allt með tölu, ansi mikið af vondu fólki í skólanum. Myndi vera verra að lenda þar (sé fyrir mér í anda að ein röddin í kórnum væri bara mönnuð af leiðindapúkum og vondu fólki :). Ætli maður verði ekki bara að drífa sig að klára hálfblóðsprinsin svo maður geti farið að slaka í þessu og komið aftur niður á jörðina.
Einnig er netið skemmtilegur hlutur, tókst að finna þar nýju System of a Down plötuna, Hypnotize, nokkru áður en hún kemur út í búðir. Hljómar við fyrstu hlustun í sama skemmtilega stílnum og forverin Mezmerize, enda plöturnar samdar á sama tíma. Þeim sem langar í er óhætt að leggja til mín línu.

Sunday, November 06, 2005

Abrakadabra

Í gær var mikið fjör, Grímupartý kórsins !!! Herlegheitin voru haldin á heimil Magnúsar í Árbæ og mættu þarf flest allir kórmeðlimir, allir í flottum búningum (ekki frá því að búningastandardinn hafi hækkað talsvert milli ára). Dugar náttla ekki að vera svangur í svona partý og því græjaði ég það með því að kokka eitt stykki lasagna fyrir Birnu, Einar, Kalla, Telmu og mömmu hennar Birnu sem lánaði okkur eldhúsið. Södd mættum við til Magga og uppgötvuðum þá að aðal efnið í bolluna hefði orðið eftir hjá Birnu, svo við tók annar rúntur fram og til baka. Við tók síðan mikið stuð og stemning, búningar kynntir, öl kneyfað, spilað á gítar og sungið, einvígi í Singstar (Einar fékk fleiri stig í Motörhead battlinu, en ég vill meina að ég hafi öskrað hærra og því unnið. Efa reyndar að Lemmy sjálfur myndi fá mörg stig í Singstar:). Verandi ættaður að hluta til af Ströndum mætti ég að sjálfsögðu sem galdramaður, með heimatilbúna skikkju og hatt (Gunni fær stórt prik fyrir magnaða saumavinnu á hattinum). Datt engin kynning í hug en tókst einhvern veginn að skálda eitthvað á staðnum sem vakti lukku og hlátur. Vil þakka öllum sem mættu til Magga og gerðu kvöldið skemmtileg og megi öll partý vera jafn fjörug !