Monday, November 14, 2005

Heróín Potter

Sökum þess að fjórða Potter myndin verður nú brátt frumsýnd ákvað ég að taka loks af skarið og lesa eina Potter bók. Það var fyrir tveim vikum og núna er ég búinn með 4ðu, 5tu og næstum 1/3 af þeirri 6tu (rúmar 1500 bls af Potter á tveim vikum, u.þ.b. 107 bls af Potter á dag!). Ef minnið bregst mér ekki kom fyrsta bókin út á miðjum menntaskólaárum mínum, með tilheyrandi æði sem ég einhvern veginn smitaðist ekki af. Bróðir minn gleypti þetta aftur á móti allt í sig og því voru hér til allar bækurnar og biðu eftir að láta lesa sig. Veit ekki hvað málið er en einhvera hluta vegna grípa þessar bækur mann strax og maður þarf einhvern veginn að vita alltaf hvað gerist í næsta kafla, læra meira um allar persónurnar og sjá hvernig baráttan við Voldemort þróast. Innri nördin vaknar og fer að pæla í hvernig göldrum maður yrði góður í, hvaða flokki myndi maður tilheyra. Slytherin liðið virðist vera óþolandi og illskeytt allt með tölu, ansi mikið af vondu fólki í skólanum. Myndi vera verra að lenda þar (sé fyrir mér í anda að ein röddin í kórnum væri bara mönnuð af leiðindapúkum og vondu fólki :). Ætli maður verði ekki bara að drífa sig að klára hálfblóðsprinsin svo maður geti farið að slaka í þessu og komið aftur niður á jörðina.
Einnig er netið skemmtilegur hlutur, tókst að finna þar nýju System of a Down plötuna, Hypnotize, nokkru áður en hún kemur út í búðir. Hljómar við fyrstu hlustun í sama skemmtilega stílnum og forverin Mezmerize, enda plöturnar samdar á sama tíma. Þeim sem langar í er óhætt að leggja til mín línu.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sammála þér. Þetta er heróín. Við verðum að fjölmenna í bíó í lok Nóvember! Ég er samt pottþétt í Gryffindor

5:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ú já! Ég hlakka svo til að fara í bíó! Og ég er sko líka pottþétt í Gryffindor... held ég...

11:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hef ekki lesið eina einustu Potter bók, en ég hef séð allar myndirnar, og sú nýjasta er stórskemmtileg.

11:48 AM  

Post a Comment

<< Home