Friday, September 16, 2005

Enginn er verri þó hann vökni

Í dag var gerð tilraun til að vekja mig kl 7:30 í morgun og ég spurður hvort ég vildi ekki fara á fætur, keyra mömmu í vinnuna, Hauk í MH og hafa bílinn. Ég leit syfjulegum augum út um gluggan og við mér blasti blanka logn og fuglasöngur. Ég ákvað því að nenna ekki að fara á fætur og sofa út þar sem fram undan voru 3 tímar í VR2, Árnagarði og Haga, og því væri í raun þægilegra (og hollara) að geta hjólað á milli bygginga í stað þess að þurfa að finna stæði. Einnig er plan dagsins að hafa matarboð og elda indverskan, sem krefst þess að maður eyði góðum tíma í eldhúsinu og að taka til í húsinu. Öll rök virtust því vera því í hag að sofa út og hjóla svo ferskur í tíma og hafa svo næga orku til að elda. RANGT !!!
Örlögunum finnst gaman að stríða manni. Eftir góðan morgunblund vaknaði ég og viti menn, það er byrjað að helli rigna og ég mæti hundblautur upp í VR kl 11:00 að mæta í stafrænar síur hjá honum Jóhannesi, og held svo áfram að blotna þegar ég hjóla milli bygginga. Einnig finnst mér óþolandi að vera í masterskúrs þar sem kennari er bara að skrifa upp glósurnar sínar úr sama kúrs úr Stanford. Dettur ýmislegt betra í hug sem ég get verið að gera til að slíta út úliðinum þegar til er gömul uppfinning sem heitir ljósritunarvél sem getur leyst málið og hægt að eyða tímanum í nytsamlegri hluti. Endalaust pirrandi. Og það var að sjálfsögðu kominn meiri rigning þegar sá tími var búinn, og þá hjólað heim blautur og með þreyttan úlið til að fara að hnoða saman deig í naan brauð. Jæja, ætla að hætta að nöldra og fara að ryksuga, og svo gera kjúkling í hnetukarrýsósu :P

2 Comments:

Blogger Björn said...

Jóhannes er toppnáungi. Ég þakka fyrir ofur-forskeytið.

1:17 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Ofur-forskeytið er líka algjörlega verðskuldað, fæ ekki betur séð en að þú sért að setja inn nýja færsla alla vega daglega. Jóhannes venst alveg ágætlega. Ég þoldi hann ekki fyrst, en finnst hann alveg fínn núna. Til margir verri kennarar í HÍ.

9:49 AM  

Post a Comment

<< Home