Hróaskelda
Í ár lét ég verða af því að fara loksins á Hróaskeldu. Hafði staðið til seinustu tvö ár en alltaf klikkað, en nú átti að fara, sama hvað. Ferðin byrjaði vel þegar Atli, sem klikkar aldrei og keyrði mig á flugvöllinn (en fékk pizzu að launum), spurði mig á Sæbrautinni hvort ég væri með allt. Því næst var rúntað aftur heim og aðgöngumiðinn á Hróaskeldusvæðið sóttur. Í tilraun tvö komumst við þó klakklaust á flugvöllinn og við tók sama rútína og venjulega þegar ég er að ferðast einn: kaupa eitthvað að drekka, stórt súkkulaði til að maula í flugvélinni (endist yfirleitt alla ferðina) og byrja svo að lesa bók þangað til kallað er í vélina (þar sem ég held áfram að lesa). Þegar til Kastrup var svo komið tók við hin vanalega langa bið eftir töskunum á þeim flugvelli. Fyrir utan kom svo Óli til að taka á móti mér. Við höfðum ekki sést síðan ég hélt upp á afmælið mitt um áramótin og því gleðilegir og góðir endurfundir. Haldið var heim til Óla, mér boðið lasagna og ískaldur bjór. Óli þurfti að vinna daginn eftir og því fór það í minn hlut að hjóla í Rúmfatalagerinn (Jysk) og kaupa tjald. Vopnaður korti og hjólinu hennar Láru var haldið af stað í steikjandi hita og eftir að hafa hjólað aðeins í vitlausa átt tókst mér að finna rúmfatalagerinn og versla ódýrt tjald.
Þegar Óli hafði lokið vinnudegi var svo haldið af stað til Hróaskeldu, en þegar við vorum komnir á aðallestarstöðina áttaði ég mig á því að aðgöngumiðinn hafði orðið eftir heima hjá Óla, sem olli smá auka lestarferðum. En loks tókst okkur svo að komast á svæðið og komum rétt í tíma til að sjá Velvet Revolver. Sem gamall Guns 'N Roses aðdáandi var rosa gaman að fá að sjá Slash leika listir sínar á sviðinu með hattinn. En því miður fannst mér ekki mikið meira koma til hljómsveitarinnar og þar lang verstur söngvarinn Scott Weiland sem var rosalega kraftlaus. Því næst fundum við Einar og var okkur reddað plássi fyrir tjaldi hjá Keflavíkurgenginu hans. Dótinu var því komið þar fyrir og svo haldið á þungrokkstónleika að sjá Mastodon. Mastodon klikkuðu ekki, voru meðð einhverja þéttustu spilamennsku sem ég hef orðið vitni að (trommarinn er kolkrabbi, ekki maður) og voru með stórskemmtilega tónleika. Fleiri urðu ekki tónleikar kvöldsins og því næst keyptar birgðir af bjór, hann drukkinn og svo héldum við Einar og Eyjó vinur hans Einars á rúnt um tjaldsvæðið að leika fagra tóna fyrir aðra keldufara. Það náði svo hámarki þegar við tókum okkur til og spiluðum Wicked Game fyrir grunlausa stelpu sem hafði skotist frá kærastanum á kamarinn, mjög svo rómatískt.
Föstudaginn var vaknað um hádegi og menn fóru að gera sig reddí í að mæta á Mugison og styðja okkar mann. Ég hafði nú séð Mugison áður en þeir tónleikar höfðu alls ekki verið jafn skemmtilegir og þeir sem hann hélt þarna. Rífandi stemning og kallinn stjórnaði uppklappinu sjálfur ( you yell Mugi Mugi and then I come back and play Murr Murr). Murr Murr var spilað eftir uppklappið og svo Wild Thing eftir annað uppklapp, mjög svo hressir tónleikar. Eftir Mugison var fengið sér í svanginn og svo kíkt á framúrstefnulegu stónersveitina Sunn O))) . Þar voru mikil leiðindi á ferð og eftir að hafa hlustað á sömu fjóra hljómana spilaða löturhægt í korter gáfumst við upp og héldum annað. Næst á dagskránni var Snoop Dog og smá rapp fengið í æð. Snoop Dog var hress, með mikla hljómsveit, föngulegar dansmeyjar og gamlan gaur sem var líka að dansa (veit ekki alveg hvað var málið með hann). Stemningin var fín, jónurnar gengu milli harðra aðdáenda kappans og tónleikarnir fínasta skemmtun. Eftir það var verslað Mongolean BBQ í svanginn og öl. Vel mettir menn fóru svo að sjá Audioslave og berja goðin Tom Morrello og Chris Cornell augum. Á þessum tónleikum skemmti ég mér konunglega, söng með öllum Soundgarden lögunum (Cornell kom einn og á svið og spilað Blackhole Sun á kassagítar, alger snilld), hoppaði með öllum R.A.T.M. lögunum og ekki spilltu fyrir góð lög sveitarinnar sjálfrar. Góðir tónleikar. Eftir Audioslave voru það svo gömlu kempurnar í Black Sabbath sem áttu leik. Ozzy var hin hressasti, brosti alla tónleikana og hélt uppi góðri stemningu. Söng reyndar falskt í einu laginu, en það kom ekki að sök, rífandi stemning og mjög skemmtilegir tónleikar. Eftir þá slysaðist ég á Death From Above: 1979 sem eru hresst rokkband með aðeins trommur, söng og skítugan bassa. Sá aðeins síðustu lögin á settinu þeirra, en þar var greinilega skemmtilegt band á ferð. Síðustu tónleikarnir voru svo Maldoror, óhljóðagjöringur Mike Pattons og einhvers Japana. Vægast sagt spes dót þar á ferð. Svo var haldið í hina vanalegu bjórdrykkju eftir tónleikana og svo farið í háttinn í skíta kulda en vaknað kófsveittur í steikjandi hita.
Laugardagurinn fór rólega af stað. Menn fengu sér í svanginn, fóru í sturtu og versluð voru skotapils sem reyndust vera snilldin ein í hitanum, og líka þegar tók að kólna. Mikið þarfaþing. Um fjögurleytið var tónleikaáætlun dagsins hafinn og fórum við að sjá Mike Patton leiða tilraunasveit sína Fantómas. Þeir klikkuðu ekki frekar en þegar þeir hituðu upp fyrir Korn í höllinni. Þaðan var svo haldið og hlustað á smá meiri framúrstefnu tónlist í boði Efterklang og svo rapp í boði Roots Manuva, sem er víst aðalkeppinautur 50 Cent innan G-Unit. Fyrstu stórtónleikarnir voru svo í boði Foo Fighters. Ég og Óli héldum nokkur nálægt bjórtjaldinu og nutum tónleikanna vel. Dave Grohl og félagar voru hressir á sviðinu, Dave hélt ræður, sagði brandara og prílaði upp á Tuborg tjaldið og spilaði þar, áheyrendum til mikillar ánægju. Tónleikarnir voru þó í styttra lagi sem var galli. Því næst var kíkt á norskt teknó, Röyksopp. Þeir virtust eiga nóg af aðdáendum og var stappað í tjaldinu hjá þeim, en mér fannst þeir ekki skemmtilegir, frekar þreytt júróteknó sem maður hafði heyrt oft áður. En á eftir þeim voru besta tónleikar hátíðarinnar. Green Day komu, sáu og sigruðu. Voru að halda sínu þriðju tónleika á 24 klst og héldu uppi gríðalega góðri stemningu frá því þegar tónleikarnir hófust með því að gaur í bleikum kanínubúning kom og dansaði við YMCA. Drengirnir spiluðu ca. helminginn af lögunum af nýju plötunni sinni, hinni frábæru American Idiot, ásamt eldri slögurum. Spilamennskan var þétt, Billy Joe hélt góðu sambandi við skarann, stofnaði band á staðnum úr þrem áheyrendum og gaf svo gítarleikaranum gítarinn sinn (hefði alveg verið til í að eiga hann). Allt í allt einu þeir bestu tónleikar sem ég hef séð. Sá svo endann á Patton/Razhel áður en maður upplifði 80´s sveitina Duran Duran. Þeir voru ágætis skemmtun, hallærislegir en skemmtilegir. Bakverkur sökum dýnuleysis í tjaldinu var þó farið að taka sinn toll þarna.
Sunnudagurinn var hafinn upp úr hádegi með þungarokkinu hjá Mercenary, en þeir voru frekar leiðinleg blanda af hetjurokki og dauðarokk, ekki mitt kaffi. Yfir daginn var svo kíkt á ýmislegt en helst ber þar að nefna gömlu teknókempurnar í Thievery Corporation og svo bjartasta voninn í Bretlandi, Bloc Party, sem héldu mjög skemmtilega tónleika á allt of littlu sviði, var smjatt pakkað langt út fyrir tjaldið. Svo var haldið heim á leið til Óla af svæðinu. Þrátt fyrir að helgin hafði verið rosalega skemmtileg var ansi gott að komast aftur til Köben. Ekki lengur þurrkur, pissufíla og kamrar. Beddinn sem ég hafði hjá Óla var ótrúlega þægilegur það kvöldið. Mánudagurinn fór svo í það þvælast um strikið, kaupa fullt af diskum og fá mér einn bjór með Óla að lokum áður en haldið var heim, hittumst vonandi aftur eftir minna en 6 mánuði.
Allt í allt var þetta rosalega skemmtilegur tími, kostaði skilding en ég er sáttur og vel það. Nú verður vonandi líka mikið af skemmtilegum sveitum á næsta ári, því þá dreg ég alla með mér á kelduna :)
Þegar Óli hafði lokið vinnudegi var svo haldið af stað til Hróaskeldu, en þegar við vorum komnir á aðallestarstöðina áttaði ég mig á því að aðgöngumiðinn hafði orðið eftir heima hjá Óla, sem olli smá auka lestarferðum. En loks tókst okkur svo að komast á svæðið og komum rétt í tíma til að sjá Velvet Revolver. Sem gamall Guns 'N Roses aðdáandi var rosa gaman að fá að sjá Slash leika listir sínar á sviðinu með hattinn. En því miður fannst mér ekki mikið meira koma til hljómsveitarinnar og þar lang verstur söngvarinn Scott Weiland sem var rosalega kraftlaus. Því næst fundum við Einar og var okkur reddað plássi fyrir tjaldi hjá Keflavíkurgenginu hans. Dótinu var því komið þar fyrir og svo haldið á þungrokkstónleika að sjá Mastodon. Mastodon klikkuðu ekki, voru meðð einhverja þéttustu spilamennsku sem ég hef orðið vitni að (trommarinn er kolkrabbi, ekki maður) og voru með stórskemmtilega tónleika. Fleiri urðu ekki tónleikar kvöldsins og því næst keyptar birgðir af bjór, hann drukkinn og svo héldum við Einar og Eyjó vinur hans Einars á rúnt um tjaldsvæðið að leika fagra tóna fyrir aðra keldufara. Það náði svo hámarki þegar við tókum okkur til og spiluðum Wicked Game fyrir grunlausa stelpu sem hafði skotist frá kærastanum á kamarinn, mjög svo rómatískt.
Föstudaginn var vaknað um hádegi og menn fóru að gera sig reddí í að mæta á Mugison og styðja okkar mann. Ég hafði nú séð Mugison áður en þeir tónleikar höfðu alls ekki verið jafn skemmtilegir og þeir sem hann hélt þarna. Rífandi stemning og kallinn stjórnaði uppklappinu sjálfur ( you yell Mugi Mugi and then I come back and play Murr Murr). Murr Murr var spilað eftir uppklappið og svo Wild Thing eftir annað uppklapp, mjög svo hressir tónleikar. Eftir Mugison var fengið sér í svanginn og svo kíkt á framúrstefnulegu stónersveitina Sunn O))) . Þar voru mikil leiðindi á ferð og eftir að hafa hlustað á sömu fjóra hljómana spilaða löturhægt í korter gáfumst við upp og héldum annað. Næst á dagskránni var Snoop Dog og smá rapp fengið í æð. Snoop Dog var hress, með mikla hljómsveit, föngulegar dansmeyjar og gamlan gaur sem var líka að dansa (veit ekki alveg hvað var málið með hann). Stemningin var fín, jónurnar gengu milli harðra aðdáenda kappans og tónleikarnir fínasta skemmtun. Eftir það var verslað Mongolean BBQ í svanginn og öl. Vel mettir menn fóru svo að sjá Audioslave og berja goðin Tom Morrello og Chris Cornell augum. Á þessum tónleikum skemmti ég mér konunglega, söng með öllum Soundgarden lögunum (Cornell kom einn og á svið og spilað Blackhole Sun á kassagítar, alger snilld), hoppaði með öllum R.A.T.M. lögunum og ekki spilltu fyrir góð lög sveitarinnar sjálfrar. Góðir tónleikar. Eftir Audioslave voru það svo gömlu kempurnar í Black Sabbath sem áttu leik. Ozzy var hin hressasti, brosti alla tónleikana og hélt uppi góðri stemningu. Söng reyndar falskt í einu laginu, en það kom ekki að sök, rífandi stemning og mjög skemmtilegir tónleikar. Eftir þá slysaðist ég á Death From Above: 1979 sem eru hresst rokkband með aðeins trommur, söng og skítugan bassa. Sá aðeins síðustu lögin á settinu þeirra, en þar var greinilega skemmtilegt band á ferð. Síðustu tónleikarnir voru svo Maldoror, óhljóðagjöringur Mike Pattons og einhvers Japana. Vægast sagt spes dót þar á ferð. Svo var haldið í hina vanalegu bjórdrykkju eftir tónleikana og svo farið í háttinn í skíta kulda en vaknað kófsveittur í steikjandi hita.
Laugardagurinn fór rólega af stað. Menn fengu sér í svanginn, fóru í sturtu og versluð voru skotapils sem reyndust vera snilldin ein í hitanum, og líka þegar tók að kólna. Mikið þarfaþing. Um fjögurleytið var tónleikaáætlun dagsins hafinn og fórum við að sjá Mike Patton leiða tilraunasveit sína Fantómas. Þeir klikkuðu ekki frekar en þegar þeir hituðu upp fyrir Korn í höllinni. Þaðan var svo haldið og hlustað á smá meiri framúrstefnu tónlist í boði Efterklang og svo rapp í boði Roots Manuva, sem er víst aðalkeppinautur 50 Cent innan G-Unit. Fyrstu stórtónleikarnir voru svo í boði Foo Fighters. Ég og Óli héldum nokkur nálægt bjórtjaldinu og nutum tónleikanna vel. Dave Grohl og félagar voru hressir á sviðinu, Dave hélt ræður, sagði brandara og prílaði upp á Tuborg tjaldið og spilaði þar, áheyrendum til mikillar ánægju. Tónleikarnir voru þó í styttra lagi sem var galli. Því næst var kíkt á norskt teknó, Röyksopp. Þeir virtust eiga nóg af aðdáendum og var stappað í tjaldinu hjá þeim, en mér fannst þeir ekki skemmtilegir, frekar þreytt júróteknó sem maður hafði heyrt oft áður. En á eftir þeim voru besta tónleikar hátíðarinnar. Green Day komu, sáu og sigruðu. Voru að halda sínu þriðju tónleika á 24 klst og héldu uppi gríðalega góðri stemningu frá því þegar tónleikarnir hófust með því að gaur í bleikum kanínubúning kom og dansaði við YMCA. Drengirnir spiluðu ca. helminginn af lögunum af nýju plötunni sinni, hinni frábæru American Idiot, ásamt eldri slögurum. Spilamennskan var þétt, Billy Joe hélt góðu sambandi við skarann, stofnaði band á staðnum úr þrem áheyrendum og gaf svo gítarleikaranum gítarinn sinn (hefði alveg verið til í að eiga hann). Allt í allt einu þeir bestu tónleikar sem ég hef séð. Sá svo endann á Patton/Razhel áður en maður upplifði 80´s sveitina Duran Duran. Þeir voru ágætis skemmtun, hallærislegir en skemmtilegir. Bakverkur sökum dýnuleysis í tjaldinu var þó farið að taka sinn toll þarna.
Sunnudagurinn var hafinn upp úr hádegi með þungarokkinu hjá Mercenary, en þeir voru frekar leiðinleg blanda af hetjurokki og dauðarokk, ekki mitt kaffi. Yfir daginn var svo kíkt á ýmislegt en helst ber þar að nefna gömlu teknókempurnar í Thievery Corporation og svo bjartasta voninn í Bretlandi, Bloc Party, sem héldu mjög skemmtilega tónleika á allt of littlu sviði, var smjatt pakkað langt út fyrir tjaldið. Svo var haldið heim á leið til Óla af svæðinu. Þrátt fyrir að helgin hafði verið rosalega skemmtileg var ansi gott að komast aftur til Köben. Ekki lengur þurrkur, pissufíla og kamrar. Beddinn sem ég hafði hjá Óla var ótrúlega þægilegur það kvöldið. Mánudagurinn fór svo í það þvælast um strikið, kaupa fullt af diskum og fá mér einn bjór með Óla að lokum áður en haldið var heim, hittumst vonandi aftur eftir minna en 6 mánuði.
Allt í allt var þetta rosalega skemmtilegur tími, kostaði skilding en ég er sáttur og vel það. Nú verður vonandi líka mikið af skemmtilegum sveitum á næsta ári, því þá dreg ég alla með mér á kelduna :)
3 Comments:
Takk fyrir góða keldu mar. Allt var í toppformi, góð bönd, frábært veður, nóg af fólki.
amm, dugar ekkert annað en að massa þetta á sama tíma að ári, og þá jafnvel draga meira af fólki með sér !
Þú verður að standa þig betur í drættinum, mig vantar ekki liðið í kringum mig þarna :) En þetta verður massað, grunnað, lakkað og bónað á næsta ári, ekki spurning.
Post a Comment
<< Home