Sgnl05
Í gær fór ég á magnaða tónleika með hljómsveitinni ISIS frá Boston. Þeir drengir spila mjög svo framsækið þungarokk og er ein af þessum hljómsveitum, ásamt Pink Floyd, TOOL og ýmsum klassískum tónskáldum, sem lætur mann líða eins og maður verði gáfaðri við að hlusta á hana. ISIS spila tónlist með þykkum hljóm og eru ekkert að flýta sér við að vinna úr melódíunum, heldur byggja ofan á þær og leyfa þeim að anda. Þú setur bara diskinni í spilarann, lokar augunum og leyfir þér að fljóta á hljóðbylgjunum um himingeiminn. Á tónleikunum fann maður einmitt í fyrsta skipti í raun fyrir þessum blessuðu bylgjum. Hljómveggurinn var slíkur að maður fann hvernig maður baðaðist í hljóðbylgjunum sem ómuðu af sviðinu og endurköstuðust um rýmið. Verst bara hvað það var ógeðslega heitt, en maður lét það ekki stoppa sig og fjárfest var í bol til að auka flóruna í fataskápnum og styrkja bandið.
Annars það um bandið að segja að ISIS er stofnað árið 1997 og fer þar fremstur í flokki Aron Turner sem spilar á gítar og syngur, en hann er eigandi útgáfufyrirtækisins Hydre Head Records. Planið var að gera hljómsveit sem spilað tónlist sem væri í senn, minimalísk, framsækin, tilraunakennd, hefði mikla dýpt og þó nokkra þyngd (augljós samanburður myndi vera bandið Neurosis). Turner fór þá að safna að sér tónlistarmönnum sem hefðu sömu sýn á hlutina og semja tónlist. Fyrsti platan þeirra er sjö laga þröngskífa sem fékk heitið The Red Sea og kom út árið 1999. Drengirnir voru duglegir að túra og spiluðu með ekki ómerkari böndum en Converge, Cave In, Neurosis og Dillinger Escape Plan svo eitthvað sé nefnt. Fyrstu breiðskífuna gáfu þeir svo út tveim árum síðar og fékk hún nafnið Celestial. Árið eftir gáfu þeir svo út meistarastykkið Oceanic, mögnuð plata sem ég hvet alla til að eignast. Í fyrra kom svo út Panopticon sem er góð plata, eins og öll þeirra verk. Nú er bara bíða og heyra hvað drengirnir munu bjóða okku upp á næst, efa ekki að það mun vera einhver góður ópus eins og öll þeirra fyrri verk !
Annars það um bandið að segja að ISIS er stofnað árið 1997 og fer þar fremstur í flokki Aron Turner sem spilar á gítar og syngur, en hann er eigandi útgáfufyrirtækisins Hydre Head Records. Planið var að gera hljómsveit sem spilað tónlist sem væri í senn, minimalísk, framsækin, tilraunakennd, hefði mikla dýpt og þó nokkra þyngd (augljós samanburður myndi vera bandið Neurosis). Turner fór þá að safna að sér tónlistarmönnum sem hefðu sömu sýn á hlutina og semja tónlist. Fyrsti platan þeirra er sjö laga þröngskífa sem fékk heitið The Red Sea og kom út árið 1999. Drengirnir voru duglegir að túra og spiluðu með ekki ómerkari böndum en Converge, Cave In, Neurosis og Dillinger Escape Plan svo eitthvað sé nefnt. Fyrstu breiðskífuna gáfu þeir svo út tveim árum síðar og fékk hún nafnið Celestial. Árið eftir gáfu þeir svo út meistarastykkið Oceanic, mögnuð plata sem ég hvet alla til að eignast. Í fyrra kom svo út Panopticon sem er góð plata, eins og öll þeirra verk. Nú er bara bíða og heyra hvað drengirnir munu bjóða okku upp á næst, efa ekki að það mun vera einhver góður ópus eins og öll þeirra fyrri verk !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home