Upphaf rokksins !
Þessi síða verður mest notuð til þess að fullnægja tónlistarnjerðinu í mér og mun ég hér fjalla um eitthvað af þeim sveitum sem ég hef hvað mest gaman af, auk eitthvað af andans málefnum. Alla vega, árið 1998 var ég 16 ára á leið að verða 17. Var þá á öðru ári í menntaskóla og hafði áður aðallega verið að hlusta á teknó, Prodigy, Chemical Brothers og slíkt dót sem ég og vinir mínir höfðum haft mikið gaman af. En nú gerðist stór breyting þar sem ég hafði verið að vinna sem bréfberi hjá póstinum. Því fylgdi mikill hlustun á X-ið og voru á þeir á þeim tíma alltaf með flashback hádegi og þar ósjaldan spilað lag sem ég hafði miklar mætur á, Mr Brownstone með Guns N' Roses. Stefnan var þá tekin í Japis og diskurinn Appetite For Destruction verslaður. Og þá breyttist heimurinn. Kraftur, melódíur, sviti og rokk. Nú var ekki aftur snúið og á stuttum tíma hafði allt safnið verið keypt, og upp frá því hófst víðtæk söfnun á geisladiskum sem ekki sér fyrir endan á.
Guns N' Roses varð til þegar meðlimir tveggja sveita úr L.A. glam-metal senunni, L.A. Guns og Hollywood Roses, komu saman og stofnuðu band. Það voru annars vegar þeir Axl Rose á míkrafóninum og Izzy Stradlin á gítar og hins vegar "Slash" Soul Hudson á gítar og Steven Adler á trommur. Stuttur síðar bætist svo við á bassa pönkari frá Seattle, hann Duff Mckagan. Í þessari sveit sameinaðist svo glamið úr LA senunni, pönk og blús. Gefinn var út smáskífan Live like A Suicide í takmörkuðu upplagi sem þeir seldu sjálfir, en stuttu seinna fengu þeir svo samning og árið 1987 kom út meistarverkið Appetite For Destruction. Á þessari plötu er ekki hægt að finna lélegt lag, hún rokkar út í gegn frá a til ö. Kraftmikill riff sem sameina þungan úr metalinum, kraftinn úr pönkinu og blúsgrúvið. Slash neglir niður gott sóló í hverju lagi. Axl Rose syngur með sínum ótrúlegu skrækjum sem smellpassa við löginn. Allt eins og það gerist best.
Því miður lá svo leiðin aðeins niður á við. 1988 kemur út 8 laga plata sem inniheldur Live Like A Suicide löginn ásamt 4 kassagítarlögum. 1991 koma svo út tvær plötur, Use Your Illusion I og II. Hér er búið að reka Steve Addler og Matt Sorum kominn á húðir. Mikilmennsku brjálæði Axl Rose farið að segja til sín og krafturinn sem einkenndi Appetite ekki alveg til staðar. Þrátt fyrir það er á þessu plötum að finna mikið af góðum lögum og þær í heild fínar, þó þær nái ekki að standa jafnfætis við Appetit For Destruction. Stuttu eftir útgáfu Use Your Illusion platnanna hættir svo Izzy Stradlin og markar það upphafið að endalokunum þar sem hann hafði verið einn sterkasti lagasmiður sveitarinnar með Axl Rose. Maður er að nafni Gilby Clarck er fenginn í skarðið og upphefst tveggja ára túr. Að honum loknum kemur svo út ábreiðulaga platan Spaghetti Insicident og er það það síðasta platan sem bandið gaf út. Næstu ár fara svo meðlimir sveitarinnar að týnast út einn af öðrum þar til Axl stendur einn eftir. Hann heldur þó enn áfram og er búinn að vera að gera plötu í ár og öld sem heitir Chinese Democracy og enginn veit hvenær kemur út. Við getum þó huggað okkur við að hafa alltaf Appetite For Destrucion, geta sett hana á fóninn og þá munað hvernig menn gera alvöru tudda rokk og ról !
Guns N' Roses varð til þegar meðlimir tveggja sveita úr L.A. glam-metal senunni, L.A. Guns og Hollywood Roses, komu saman og stofnuðu band. Það voru annars vegar þeir Axl Rose á míkrafóninum og Izzy Stradlin á gítar og hins vegar "Slash" Soul Hudson á gítar og Steven Adler á trommur. Stuttur síðar bætist svo við á bassa pönkari frá Seattle, hann Duff Mckagan. Í þessari sveit sameinaðist svo glamið úr LA senunni, pönk og blús. Gefinn var út smáskífan Live like A Suicide í takmörkuðu upplagi sem þeir seldu sjálfir, en stuttu seinna fengu þeir svo samning og árið 1987 kom út meistarverkið Appetite For Destruction. Á þessari plötu er ekki hægt að finna lélegt lag, hún rokkar út í gegn frá a til ö. Kraftmikill riff sem sameina þungan úr metalinum, kraftinn úr pönkinu og blúsgrúvið. Slash neglir niður gott sóló í hverju lagi. Axl Rose syngur með sínum ótrúlegu skrækjum sem smellpassa við löginn. Allt eins og það gerist best.
Því miður lá svo leiðin aðeins niður á við. 1988 kemur út 8 laga plata sem inniheldur Live Like A Suicide löginn ásamt 4 kassagítarlögum. 1991 koma svo út tvær plötur, Use Your Illusion I og II. Hér er búið að reka Steve Addler og Matt Sorum kominn á húðir. Mikilmennsku brjálæði Axl Rose farið að segja til sín og krafturinn sem einkenndi Appetite ekki alveg til staðar. Þrátt fyrir það er á þessu plötum að finna mikið af góðum lögum og þær í heild fínar, þó þær nái ekki að standa jafnfætis við Appetit For Destruction. Stuttu eftir útgáfu Use Your Illusion platnanna hættir svo Izzy Stradlin og markar það upphafið að endalokunum þar sem hann hafði verið einn sterkasti lagasmiður sveitarinnar með Axl Rose. Maður er að nafni Gilby Clarck er fenginn í skarðið og upphefst tveggja ára túr. Að honum loknum kemur svo út ábreiðulaga platan Spaghetti Insicident og er það það síðasta platan sem bandið gaf út. Næstu ár fara svo meðlimir sveitarinnar að týnast út einn af öðrum þar til Axl stendur einn eftir. Hann heldur þó enn áfram og er búinn að vera að gera plötu í ár og öld sem heitir Chinese Democracy og enginn veit hvenær kemur út. Við getum þó huggað okkur við að hafa alltaf Appetite For Destrucion, geta sett hana á fóninn og þá munað hvernig menn gera alvöru tudda rokk og ról !
1 Comments:
WooHoo!!!
Post a Comment
<< Home