Sunday, June 05, 2005

Musteri hundsins

Allir þeir sem hafa ekki búið í helli síðustu 15 ár eða svo hafa heyrt um Seattle grunge senuna og tónlistina sem þaðan kom til að bjarga okkur frá 80´s L.A. glamrokkinu. Senan hefst um miðjan níunda áratuginn með hljómsveitunum Green River, Soundgarden og Melvins. Nafnið dregur hún frá því að öll böndin notuðu mikið distortion og fuzz pedulum til að bjaga gítarhljóminn og fá skítugan eða "gruggaðan" hljóm og þannig reyna að brúa bilið milli fyrstu þungarokkaranna, Black Sabbath og Led Zeppelinn, og 80´s pönkhljómsveita eins og Black Flag og MC5. Green River lifði ekki út áratuginn og klofnaði í tvær sveitir, Mudhoney og Mother Love Bone, en Mother Love Bone endist ekki lengi heldur. Söngvari hennar, Andrew Wood, tók rokkstjörnudrauminn full alvarlega og fannst dauður af of stórum skammti af heróíni árið 1990. Við það lagðist sveitin niður en stofnendur hennar, þeir Stone Gossard og Jeff Ament úr Green River, ákveða að halda ótrauðir áfram og byrja að safna mannskap í nýtt band, Pearl Jam. En áður Pearl Jam yrði sett á fullt vildu þeir gera plötu til að heiðra minningu Wood og leituðu því til Chris Cornell söngvara Soundgarden til að vinna með sér. Hann tók með sér trommara Soundgarden, Matt Cameron í verkefnið og Stone og Jeff fengu til liðs við sig tilvonandi Pearl Jam liðsmenn Mike McCready og Eddie Vedder. Þannig hafði fæðst verkefnið Temple of The Dog.
Temple of The Dog var aldrei ætlað að vera hljómsveit sem myndi endast og túra og því var aðeins gerð ein plata, en sú plata, samnefnd sveitinni, er eins sú besta sem kom frá Seattle senunni. Þetta er klassískt rokk í anda Led Zeppelin og gefur gömlu risunum ekkert eftir. Merkilegt við plötuna er þó að þrátt fyrir að vera hugmynd þeirra Pearl Jam liða er það Chris Cornell sem semur nánast allt á plötunni og sýndi þannig svo um munaði hversu rosalega góður og fjölhæfur lagasmiður hann er, tali nú ekki um frábær söngvari, því tónlistinn sem hann semur hér er töluvert ólíkt því sem hann hafði verið að semja með Soundgarden.
Því miður fékk platan ekki mikla athygli þegar hún kom út árið 1991, en þegar Pearl Jam urðu vinsælir svo um munaði árið 1992 fékk platan að koma upp á yfirborðið og seldist vel. Þetta hafði svo einnig þau áhrif að vekja athygli á Chris Cornell fyrir miðstraumnum og Soundgarden urðu síðasta gruggbandið til að komast á samning hjá stóruplötu fyrirtæki og hafa myndbönd sín og tónlist blóðmjólkaða af MTV. Af Temple of The Dog kom svo út eitt lag sem singull og myndband, en það var lagið Hungerstrike, eina lagið þar sem Eddie Vedder singur í, en hann og Cornell syngja þar kröftugan rokkdúett og geta menn af því lagi metist um hvor sé betri söngvari, Vedder eða Cornell (Vedderinn er góður en Cornell er betri, fáir söngvarar sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana). Ef þið eigið þessa plötu, þá eru þið í góðum málum, en annars er ekki eftir neinu að bíða, þetta er plata sem allir þurfa að eiga til á sínu heimili. Sjáið ekki eftir því að nálgast þennan grip !

1 Comments:

Blogger Einar said...

Temple of the Dog er gúdd sjitt. Því miður þá var eintakinu mínu stolið í einhverju partýi sem ég hélt í árdaga djammsins hjá mér :( Þarna koma saman hornsteinar grunge senunnar, ekki oft sem svoleiðis gerist.

5:56 PM  

Post a Comment

<< Home