Wednesday, May 04, 2005

Dómsdagurinn nálgast !

Í sumar ætla ég á Hróaskeldu, en það er eitthvað sem hefur staðið til lengi en aldrei orðið að. Nú er tíminn kominn ! Aðalástæðan þó til að fara í sumar er að nú gefst færi á að sjá gömlu snillingana í Black Sabbath. Þeir eru þarna allir: Tony Iommi, Geezer Butler, Bill Ward og síðast en ekki síst Ozzy Osbourne. Kallinn virðist varla geta talað eða gengið dags daglega, en þegar hann er kominn á sviðið virðist eins og lifni alveg yfir honum. Getur þetta enn kallinn. Black Sabbath eru ansi merkilegir fyrir þær sakir að fáar rokksveitir, ef nokkrar, geta státað af því að hafa haft eins mikil áhrif á þá sem á eftir þeim fylgdu. Hljómsveitir eins og Cream voru nú þegar farnar að nota fuzz og distortion til að þyngja og magna gítarhljóminn hjá sér, en Sabbath menn tóku þetta skrefinu lengra. Tony Iommi varð líka fyrir því óhappi að missa framan af löngutöng og baugfingri í vinnuslysi, daginn sem hann ætlaði að segja upp vinnunni. Þetta varð til þess að hann þurfti að stilla gítarinn niður í dýpri stillingu til að slaka á strengjunum svo það væri ekki eins sárt fyrir hann að spila. Þetta olli því að fram á sjónarsviðið var kominn hljómsveit sem hafði þyngri og bjagaðri hljóm en áður hafði þekkst. Tekstarnir fjölluðu flestir hverjir um komu dómsdagsins, stríð, djöfulinn, galdra, geðveiki, hassneyslu meðlima, auk annarra skemmtilegra umfjöllunarefna. Þungarokkið var fætt.

Black Sabbath verður til árið 1967 þegar Tony Iommi stofnar rokksveitina Earth með gömlum skólafélögum sínum. Stuttu seinna missir hann svo framan af puttunum sínum, en eftir að hafa hlustað á Django Reinhardt (sem hafði aðeins tvo putta til að spila með) og fengið hlífar á puttana, ákveður hann að gefa ekki gítarinn upp á bátinn þrátt fyrir slysið. Iommi býðst stuttu seinna að ganga til liðs við Jethro Tull, en hann hafnar því og ákveður að halda ótrauður áfram með Earth. Hljómsveitin neyðist svo til að skipta um nafn þar sem önnur sveit sem heitir Earth er að spila á Englandi. Fyrir valinn verður Black Sabbath, eftir klassískri hryllingsmynd, og með nafnbreytingunni fylgir sú ákvörðun að gera þyngri tónlist en áður hafði þekkst. Undir lok ársins 1969 koma þeir svo með sína fyrstu plötu samnefndri sveitinni. Árið 1971 fylgu þeir henni eftir með plötunni Paranoid. Lagið Paranoid, sem þeir sömdu á 15 mínútum, varð geysivinsælt og gullaldarskeið Sabbath var hafið. Eftir fylgu snilldar plötur eins og Master of Reality, Vol. 4 og Sabbath Bloody Sabbath. Eftir það fer þó hassneysla liðsmanna að segja verulega til sín og hefur það áhrif á lagasmíðarnar. Iommi vill fara að stunda tilraunamennsku en Ozzy vill halda áfram á beinu brautinni. Ágreiningurinn veldur því að hann hættir árið tímbundið í nóvember1977 en kemur aftur í janúar 1978. Ein plata er svo gerð í viðbót áður en Ozzy kveður bandið endanlega, og hefur stuttu seinna mjög svo farsælan sólóferil. Í stað hans er fenginn stórsöngvarinn Ronnie James Dio, en hann var orðinn þreyttur á samstarfi sínu við Ritchie Blackmore í hinni ágætis sveit Rainbow. Þrátt fyri það ná Sabbath aldrei fyrri hæðum og leiðin liggur hægt og örugglega niður á við. En árið 1996 gerist það að upprunlegir meðlimir sveitarinnar koma aftur saman og halda nokkra tónleika. Úr verður tónleikaplatan Reunion og sveitin hefur síðustu ár spilað öðru hvoru á tónleikum og blikur hafa verið á lofti að kannski muni verða til ný Black Sabbath plata með gömlu köllunum. Sjáum til hvernig þeit standa sig á Hróa. Ef tónleikarnir verða góðir er aldrei að vita nema maður fari að vonast eftir nýrri plötu.

5 Comments:

Blogger Einar said...

Já mar. Þetta á eftir að verða töff í Danaveldi í sumar. Býð þér og Kelduförum í Black Sabbath DVD-tónleika í bílskúrnum í Kef í sumar.

3:33 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Líst vel á það !!! Þetta á eftir að vera snilldar ferð á Kelduna í ár !!

5:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þess má geta að Paranoid átti upprunalega að heita War Pigs en eftir að Paranoid lagið varð vinsælt ákvað plötuútgáfufyrirtækið að fá því breytt til að auka sölu, eins og tíðkaðist í þá daga. Einnig má geta þess að endurkoman varð ekki fyrr en í desember 1997 þegar þeir héldu tvo tónleika í London og tóku upp Reunion plötuna. Síðan fannst þeim þetta fínt svo þeir ákváðu að fara í tónleikaferðalag um sumarið, en fyrir utan það og eitt sinn í viðbót hafa þeir ekkert verið að spila saman.

4:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Reyndar sleppur þú bara að minnast á tvær plötur, hina tilraunakenndu Technical Ecstacy, sem er crap og hina seinustu Never say die, sem er fín.

4:35 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

ég þyrfti að hafa svona edit á þessu svo þú getir alltaf bætt við greinarnar þegar ég er búinn að skrifa þær. Þá erum við nokkuð öruggir að ekkert muni gleymast :)

10:29 AM  

Post a Comment

<< Home