Monday, August 29, 2005

Blásýra rokkar !!

Laugardagurinn 27 ágúst 2005 mun lengi lifa í minningu þeirra sem þá lögðu leið sína á Byggðarenda. Þær mæðgur Birna og Anna voru að fagna afmæli sínu og því þótti upplagt að til að hámarka gleðina að fá okkur gleðigjafana í Blásýru til að mæta á svæðið og halda ball í stofunni. Við drengirnir í Blásýru tókum nátturulega bara vel í það og 30 laga prógram æft. Dagurinn byrjaður á bandí, subway og síðan að renna yfir prógrammið í síðasta sinn fyrir “giggið”. Svo er það uppáhald allra, að róta stöffinu og setja það upp. Vorum aðeins á eftir áætlun þar sem fyrstu gestirnir voru að mæta á svæðið á meðan við vorum að klára að setja upp, en það slapp nú alveg. Svo var bara drifið sig heim í sturtu og fengið sér aðeins í gogginn og mætt ferksur á staðinn.
Fengum að skella í okkur eins og einum bjór og fá nokkra í nesti á “sviðið” (horn í stofunni)
í boði Birnu áður en herlegheitin hófust. Opnunarlagið, Sabotage með Beasty Boys, kom okkur og öllum í gírinn og gaf góð fyrirheit um það snilldar partý sem var framundan. Hér voru mættar tvær kynslóðir og var mjög gaman að sjá hvað “aldnir” höfðu ekkert síður gaman af að dansa en ungir. Eins og vill ávallt vera hér á Íslandi þá olli aukinn neysla á vínanda aukningu á stemningu. Nóg flæddi af ölinu og stemning með afburðum góð. Rokk, popp, rapp, diskó, dans, sviti, hopp og skopp. Eitthvað það skemmtilegasta partý sem ég hef mætt í og tekið þátt í að skapa stemningu. Megi þau verða fleiri og eins mörg og hugsast getur !

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir mig, þetta var SNILLD! get varla beðið eftir næsta giggi

3:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æði! í stuttu máli.. ég panti taka eitt gestasöngvaralag í viðbót:D Nú er bara að plana næsta Blásýru gigg, ég held að grímuballið sé fínt.. eða lagabreytingarfundurinn!!!

4:47 PM  

Post a Comment

<< Home