Miltisbrandur og meistaranám
Í dag er Anthrax dagur hjá mér. Anthrax eru óld skúl thrash metal band og voru einn af þeim stóru í 80's þungarokkssenunni í USA með Metallica, Megadeth og Slayer. Anthrax er svona hressi, jollí gaurinn í þessu fereyki og er því upplagt til að hlusta á við alla líkamlega iðju eins og að hoppa, hlaupa og t.d. spila bandý (eru ekki græjur í íþrótthúsinu í HÍ ... humm). Eins og með allar hinar sveitirnar er gulltímabil Anthrax níundi áratugurinn og mæli ég með plötunum Among the Living og Persistence of Time fyrir áhugsama um hresst og skemmtilegt þungarokk.
Í dag var líka fyrsti dagurinn minn sem meistaranema sem hófst á tíma í mynsturgreiningu. Það ku vera 4 skráðir í kúrsinn en ég var sé eini sem mætti og fékk því spes kynningu á námskeiðinu. Þar sem aðeins voru 3 stykki kúrsar í boði (= 9 einingar) vantar mig eitthvað eitt í viðbót til að hafa nóg að gera og vera gjaldgengur fyrir láni. Langar í einhvern sögu eða tungumála kúrs úr hugvísindadeild sem er 3 einingar og passar í stundarskrána mína. Þeir virðast aftur á móti flestir vilja vera 2,5 einingar eða 5 einingar (WTF !!) og vera á sama tíma og þessir ekki svo mörgu tímar sem ég er í. Fuss, þarf að fara kafa betur í þessari blessuðu námskrá.
Í dag var líka fyrsti dagurinn minn sem meistaranema sem hófst á tíma í mynsturgreiningu. Það ku vera 4 skráðir í kúrsinn en ég var sé eini sem mætti og fékk því spes kynningu á námskeiðinu. Þar sem aðeins voru 3 stykki kúrsar í boði (= 9 einingar) vantar mig eitthvað eitt í viðbót til að hafa nóg að gera og vera gjaldgengur fyrir láni. Langar í einhvern sögu eða tungumála kúrs úr hugvísindadeild sem er 3 einingar og passar í stundarskrána mína. Þeir virðast aftur á móti flestir vilja vera 2,5 einingar eða 5 einingar (WTF !!) og vera á sama tíma og þessir ekki svo mörgu tímar sem ég er í. Fuss, þarf að fara kafa betur í þessari blessuðu námskrá.
2 Comments:
Líka Spreading the Disease, gúd shitt ;)
Þessir 5 eininga kúrsar eru meira og minna skítléttir. Láttu bara vaða.
Post a Comment
<< Home