Sunday, September 04, 2005

Sumt áfengi er böl

Ég fékk í gær og í dag staðfestingu á því sem ég vissi, að líkamanum mínum er ansi illa við tequila í öllu formi. Gunnar meistarakokkur með meiru ákvað að halda matarboð og ákvað að gefa öllum einhvern tequila kokkteil í forrétt. Ég ákvað að ég gæti nú örugglega lifað með tveimur svona blöndum og drukkið svo bjórinn minn. Hins vegar er staðreyndin sú að ég er hænuhaus og þoli illa annað áfengi en bjór í einhverju magni. Niðurstaðan varð þá sú að ég varð ansi drukkinn og seinna meir frekar ónýtur, held að seinast þegar ég varð svona skemmdur var þegar ég drakk tequila síðast fyrir 5 árum. Í dag fæ ég svo njóta hinnar ansi hressandi þynnku sem vill fylgja með tilheyrandi hausverk, slappleika og kókdrykkju. En ég ætla að vona að ég hafi lært eitthvað af þessu og geri ráð fyrir setja aldrei aftur ofan í mig tequila, sama hvernig formi það er í eða hverju er blandað í það. Batnandi manni er best að lifa og þynnkur eru leiðinlegar auk þess sem mér finnst frekar leiðinlegt að verða eitthvað voðalega drukkinn. Bjór fyrir mig takk !

2 Comments:

Blogger Birna Kristín said...

Hvaða væl er í þér drengur? Tekíla er gott! ;)

1:11 PM  
Blogger Einar said...

Tequila er viðbjóður. Láttu þér þetta að kenningu verða, menn eiga ekki að láta svona vibba ofan í sig.

4:35 PM  

Post a Comment

<< Home