Hanaslagur veldur bakverk
Þessa helgi lauk mínum þriðju æfingabúðum í Hlíðardalsskóla. Alltaf jafn gaman af því. Fyrst var reyndar fylgst með Telmu standa sig með stakri prýði að vera að keppa í idol, verður spennandi að sjá hvernig úrslitin úr því æxlast. Eftir fylgir Pizza Hut og étið á sig gat sökum svengdar, en það að sjálfsögðu gaf af sér kraftmeltingu og væga magaverki daginn eftir. Muna að allt er gott í hófi. Miklir leikir fylgja eftir um kvöldið til að hjálpa nýjum kórmeðlimu að kynnast okkur sem höfum verið meðlimir helst til lengi. Úr því varð þá einnig hið stórskemmtilega bjórlíkingalag sem ég samdi og sá Guðjón um textagerð. Eftir fylgja svo stífar æfingar daginn eftir, magnað sundrugby þar á eftir til að virkja vöðvana og brenna öllu kexinu sem maður er búinn að vera að maula yfir daginn. Eftir sundið fórum við Kalli náttúrulega í það að malla hin klassíska Hlíðdalsskóla Mexíkóa mat, og eins og vaninn er þá text okkur ávallt að bæta okkur frá ári til árs. Skemmtileg skemmtiatriði, djamm, söngur og miðnætursund. Þar bar helst á að við hófum að berjast grimmt í hanaslag. Það olli eymslum í öxlum og baki sem ég er ekki enn búinn að ná mér af ! Fyllerístaco eftir sundið og svo í háttinn. Þynkuskúringar daginn eftir og American Style, klassi.
Vill einnig deila með okkur hljómsveitinni The Real McKenzies sem ég hef verið að hlusta á grimmt síðustu daga. Eiturhresst skoskt þjóðlagapönk með sekkjapípum og alles í boðir hressra Kanadabúa af skoskum ættum. Læt fylgja með smá tóndæmi.
Droppin' Like Flies
The Night the Lights Went Out In Scotland
Vill einnig deila með okkur hljómsveitinni The Real McKenzies sem ég hef verið að hlusta á grimmt síðustu daga. Eiturhresst skoskt þjóðlagapönk með sekkjapípum og alles í boðir hressra Kanadabúa af skoskum ættum. Læt fylgja með smá tóndæmi.
Droppin' Like Flies
The Night the Lights Went Out In Scotland
2 Comments:
Maður þarf að fara stunda þessa "tónfræðslu"-síðu þína betur í framtíðinni, alveg mögnuð.
Maður þarf að fara stunda þessa "tónfræðslu"-síðu þína betur í framtíðinni, alveg mögnuð.
Post a Comment
<< Home