Tuesday, October 04, 2005

Risaeðlan unga

Hef ekki gert neitt rokknördablogg lengi, kominn tími til að bæta úr því. Ætla því að skrifa aðeins um sveit sem ég uppgötvaði fyrir ekki svo löngu og heitir Dinosaur Jr. Þessi sveit var stofnuð um miðjan níunda áratuginn og samanstóð þá af J. Mascis á gítar/söng, Lou Barlow á bassa og Murph á trommur. Hljómur sveitarinnar er frekar hrátt og poppað rokk með mjög bjöguðum gítarhljóm (samaburður við Pixies óumflýjanlegur). J. Mascis myndi ansi seint komast langt áfram í Idol keppninni, en sakleysisleg rödd hans passar eins og hanski við gítarleik hans, en J. Mascis er tvímælalaust með betri gítarleikurum sem ég hef heyrt í. Á níundaáratugnum voru menn ekki neitt nema geta vippað fram einu hetjusólói úr vasanum og því þóttu sóló ekki beint vinsæl í jaðar - og pönk rokk senunum. En Mascis kemur í staðinn með flott tilfinnigarík sóló sem ógerningur er að leika eftir og bætir þannig á einu bretti alveg fyrir takmarkaða söng getu sína, tilfinningarnar sem hann getur ekki skilað í söngnum brjótast í staðinn í gegnum þessi ótrúlegu sólóum. Hann hefur nú ýtt David Gilmor úr Pink Floyd í annað sætið hjá mér yfir uppáhalds sólóista.
Dinosaur Jr. gefur út þrjár plötur á níundaáratugnum í sinni upprunalegu mynd: Dinosaur Jr. , Your Living All Over Me og Bug. Allar eru plöturnar snilldar blanda af óhljóðum og bjöguðu, grípandi og pönkuðu rokki, en Your Living All Over Me stendur þó upp úr sem gimsteinn sveitarinnar. Virkilega góð plata þar á ferð. Því miður fóru að koma brestir í sveitina og á endanum stóð Dinosaur Jr. eftir sem sólóverkefni J. Mascis. "Sveitin" er þá kominn með samning hjá meginstraums plötufyrirtæki og eftir að Nirvana gerði allt sem var hægt að bendla við orðið "alterntive" hipp og kúl jókst áhugi á sveitinni töluvert. J. Mascis sendir á þessum tíma frá sér nokkrar fínar plötur, en hefur hér greinilega minnkað fuzzið og bjagaða gítarhljóminn. Plöturnar eru fínar þrátt fyrir það, en tapa af miklu leyti sjarmanum og hef ég því meira gaman af 80's efninu þeirra. Nú nýlega voru 80's plöturnar endurgefnar og af því tilefni ákvað sveitin að koma aftur samann í sinni upprunalegu mynd og túra, þrátt fyrir að það hafi andað köldu milli meðlima hennar lengi. Vonum bara að það endist og að við fáum nýja plötu. Myndi passa vel saman ef við fengjum bæði nýjar Dinosaur Jr. og Pixies plötur, væri alveg sáttur með það.
Tóndæmi:
Freak Scene
Kracked

2 Comments:

Blogger Einar said...

Lýst vel á að þú sért kominn með tóndæmi við pistlana þína.

6:37 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Held það muni koma sterkt inn. Eyrun lýsa tónlistinni yfirleitt best :)

9:22 AM  

Post a Comment

<< Home