Bandý, best í heimi ?
Ég hef sjaldan verið jafn sáttur með neina íþrótt og svíversku bolta & prik íþróttina bandý. Þessa íþrótt hóf ég ástundun á eftir að kórinn ákvað leigja íþróttahúsið einu sinni í viku. Þá var bandý eina íþróttin sem allir nenntu að spila og upp frá því hófst þróun sem ekki sér fyrir endan á. Kylfurnar í íþróttahúsinu höfðu verið brotnar þegar við mættum eitt skiptið, sem leiddi til þess að við fjárfestum í eigin setti af kylfum. Það leiddi svo til þess að farið var að spila á nærliggjandi gervigrasvöllum og spilað í allt að 3 sinnum á viku. Nú hefur síðan bandýlið kórsins BF Patri tekið miklum framförum í stórum stökkum eftir að liðsmenn ákváðu að kaupa sér eigin alvöru kylfur og "ráða" til sín þjálfara frá Svíþjóð. Liðsmenn áttuðu sig á því að hægt var að gefa boltann og jafnvel spila aftur til að viðhalda sókninni, í stað þess að slá honum bara alltaf fram og vona það besta. Þetta olli mikilli byltingu og varð til þess að í leikjunum fór að myndast gifurlegt spil, þétt vörn og rosaleg markvarðsla. Það er náttúrulega ótrúlegur kostur við þetta sport að allir geta verið með sama hversu góðir þeir eru. Hraðin í spilinu er mikill og stemningin ávallt góð. Áður fyrr hélt ég að körfubolti væri skemmtilegasta sportið en ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér, hvet alla sem trúa mér ekki að gefa þessari snilldar íþrótt séns. Svo er um að gera fyrir alla sem þetta lesa að mæta í Fífuna í Kópavogi kl 10 á sunnudagsmorgnuninn 25 sept, en þá mun sigurganga BF Patri halda áfram þegar liðið tekur þátt í Íslandsmeistaramótinu í bandý, og er spáð góðu gengi !! (Netgarður fyrrar sig allri ábyrgð af spám og spekúleringum)
4 Comments:
Heja Heja Heja
Við rústum þessu!!! (vona að enginn lesi þetta eftir á)
Híhí ég las þetta eftir á. En við rústuðum alla vega RRRrrrramon
Ójá, hvort við gerðum :)
Post a Comment
<< Home