Sunday, October 16, 2005

Gulir uppþvottahanskar

Á föstudaginn var kíkti ég á Rokktóberfest á Gauknum ásamt Einari og Gunna vinum mínum. Það hafði verið auglýst að tónleikarinar ættu að hefjast kl 21:00 svo við mættum galvaskir um hálftíuleytið. Hins vegar kom á daginn að tónleikarnir áttu ekki að hefjast fyrr en 11 þar sem það væri stjórnmála- og hagfræðidjamm þangað til. Gaui, Jón Ólafur og Gauti komu þá á elleftu stundu og við mundum skyndilega eftir öllum hagfræðikúrsunum sem við erum skráðir í og gengum inn. Þetta kvöld varð ég fyrst vitni að hinni íslensku hljómsveit dr. Spock og get ég ekki annað sagt að þar fari á ferð með skemmtilegri böndum sem Ísland hefur alið af sér. Tilraunarokk í anda Faith No More og Fantomas. Því miður vantaði annan söngvara sveitarinn, Óttarr Proppé úr hinni fornfrægu HAM, og því var settið þeirra í styttri kanntinum. En það var þó ekkert gefið eftir og greinlegt að liðsmenn sveitarinnar voru að skemmta sér konunglega, sem smitast yfirleit út í áhorfendaskarann. Sérstaklega fær hinn söngvari sveitarinnar prik í kladdann, en hann hélt uppi miklu stuði með gula uppþvottahanska (sem ku víst vera merki sveitarinnar) á höndunum, dansandi skrítinn dans sinn með viskí í annarri hendinni sem hann dreyfði glaður meðal áhorfenda. "Viljið viskí, opna !!!" og svo viskíinu skvett yfir fólkið í fremst röð. Þögn fenginn í salinn til að heyra óm úr Glaumbar og svo fylgdu hin ódauðlegu orð: "heyriði í Glaumbar þarna hinum meginn ? Nú ætlum við rífa staðinn niður ! Fokk Selfoss !! Rampage !!! Virkilega hressir og skemmtilegir tónleikar og núna er nauðsyn að sjá þá aftur með lengra sett og Óttarr innanborðs á hinum míkrafóninum. Ákvað því að rölta í dag niður í Skífu og láta af hendi brot af mínu litla fé til að eignast tónlistina, diskinn Dr. Phil, á plasti. Varð ekki fyrir vonbrigðum með þann grip. Set hér smá tóndæmi svo þið getið notið snilldarinnar !
Condoleeza
Rampage

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

4:46 PM  
Blogger Björn said...

Ég sé að þú ert kominn í vandræði með blogg-kommenta-spam. Ég lenti í svipuðu og var bent á Halo Scan (minnir að það sé haloscan.com) Þá fær maður ekkert spam, en ég held að maður missi öll gömlu kommentin.

Tékkaðu á þessu

6:55 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Hata spam !!!

7:01 AM  
Blogger Einar said...

Þýðir ekkert að hafa blogger-comment, náðu þér í haloscan.

VILJIÐI WISKÝ!!?!!?!

1:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Great blog! Keep it on...

9:51 AM  

Post a Comment

<< Home