Tortilla = eggjakaka
Jamm, ótrúlegt en satt. Búinn að halda í mörg ár að tortilla þýði maískaka, en nei, sannleikurinn hellist yfir mann eins köld vatnsgusa. Tortilla þýðir sem sagt eggjakaka, og tortilla de maiz er maískaka og tortilla de harina er hveitikaka, eins og maður hefur yfirleitt með mexíkóskum mat, en á stefnuskránni hjá mér að gera einhvern tíma sjálfur svona köku úr maísmjöli. Fróðleikur dagsins sem ég lærði af fyrirlestri í spænsku um tortilla de español/tortilla de patanas sem er spænsk eggjakaka með kartöflum. Sjálfur flutti ég minn mjög svo tyrfna fyrirlestur um Máraveldið sem var í denn á Spáni. Birna Kristín fær mikið þakklæti fyrir aðstoð við yfirlestur á textanum sem ég held að hafi komið ágætlega út (Vei öllum þeim sem þurfa að þýða fræði-íslenskuna mína á annað tungumál, enda tók það mig tvo daga að koma tveimur síðum af henni yfir á bjagaða spænsku). Flestir greinilega sniðugri en ég og kusu að tala um meira léttmeti eins og smásögur, Fridu, Spanglish, eggjakökur og borg á Spáni (fékk nú samt hrós fyrir mjög áhugavert efni). Í tilefni dagsins gefum við sem tóndæmi smá latino pönk í boði voodoo glow skulls frá LA:
Cochino
Shoot The Moon
Cochino
Shoot The Moon
5 Comments:
"Ítök ríkjandi emíra.."
Þetta var svolítið mikið stór skammtur fyrir 1 mánuð af námi ("ítök ríkjandi emíra..") Ég var í stökustu vandræðum oft á tíðum. Áhugavert efni hjá þér þrátt fyrir það. Færð ábyggilega gott fyrir þetta ;)
Fuss... er ekki viss hvor tég geti nokkuð tíma aftur borðar tortillu. Snökt
Skemmtilegast var að finna spænsku útgáfuna fyrir hluti eins og Karlamagnús, kalífadæmi, Márar og annað slíkt. Þá þurfti maður fyrst að finna það á Wikipedia og biðja svo síðuna að þýða yfir á spænsku til að fá þau orð. Netið er samt snilld í öllu svona ! Er ekki enn búinn að ná mér af sjokkinu með tortillurnar, veit ekki hvað gerist í framtíðinni, hún er óljós í þessum efnum :)
Fyrst þið eruð að tala um nöfn á spænskum mat. Þá mátt þú fá botn í burrito fyrir mig.
ito er smækkunarending
burro er (múl)asni
Hvað er maður eiginlega að borða?
Ef þú ert ekki viss, tjekkaðu á Wikipedia...
http://en.wikipedia.org/wiki/Tortillas
Þar má líka finna út að Burrito þýðir einmitt lítill asni! Hverjum ætli hafi dottið það í hug?
Post a Comment
<< Home