Kvef smef !!
Í dag er ég kvefaður. Í gær var ég kvefaðri. Tókst samt að afreka það læra undir spænskuprófið sem var í dag og gekk bara ágætlega. Mér leiðast veikindi rosalega, eitthvað það ömurlegasta sem ég veit um. Verst er samt eiginlega svona millistigsveiki, maður er alveg myglaður og á mörkunum að vera starfandi, en samt getur keyrt sig áfram og komið einhverju í verk (því fylgir reyndar vanalega ágætis vanlíðan). Ég á það til að vera frekar þrjóskur, sérstaklega þegar ég á ekki að vera það og veikindi er eitt af þeim sviðum. Vanalega mjög óduglegur að taka mér veikindadaga þegar ég er í vinnu eða slappa af þegar ég er skólanum. Þess í stað er tekin upp stíf drykkja á te og kakó, súpuát, drukkin hóstasaft og sólhattur og ýmis kvefmeðul innbyrgð. Það sniðuga í stöðunni er hins vegar að segja bara fokkit, ná sér í vottorð hjá lækninum, leigja sér fullt af vídeó og koma sér þægilega fyrir fyrir framan sjónvarpið. Viskan segir að það sé það sem maður eigi að gera næst, sjáum hvað kemur úr því. Maður er oft furðufljótur að gleyma eiginn ráðum.
6 Comments:
Taktu bara lýsi á morgnanna, þá verðurðu ekki veikur!
Ég reyni alltaf að taka lýsi og steinefni á morgnanna, en svo koma tímabil þar sem ég bara gleymi því og þá er maður í stórhættu að fá einhver svona leiðindi í líkamann :(
Þú verður líka að taka alvöru lýsi! Heilsan er í slorinu, ekki í lyfleysutöflunum.
Veit nú ekki með það ..... maður fær yfirleitt svona slorropa yfir daginn af slorlýsinu sem eru einkar viðbjóðslegir, kemur aftur alveg massa sterkt melt lýsisbragð í muninn á manni. Blessunarlega laus við það í töflunum !
Já, en slorropinn er hluti af lausninni. Hann er einn helsti faktorinn sem drepur kvef.
Jámm, getum séð til með það. Ef pillurnar gera sig ekki þá skiptir maður kannski í slorið :)
Post a Comment
<< Home