Wednesday, May 23, 2007

Búinn í prófum !

Kláraði síðasta prófið af þremur í gær.
Niðurstaða próftíðarinnar að þessu sinni eru tvö stykki 10 og ein 8.
Á flug eftir nokkra tíma og er á leið heim yfir sumarið
Gleði !

Wednesday, May 16, 2007

Tvö búin, eitt eftir

Jæja, þá hefur munnlega prófi nr.2 verið slátrað og niðurstaðan 8 á danska skalanum og 10 auka ETC einingar í bankann minn. Hefði alveg verið til í einum meira þar sem ansi mikil vinna fór í kúrsinn, en ég kvarta ekki, alla vega ekki mikið. Ef allt gengur svo eins og það á að ganga næsta þriðjudag verð ég formlega hálfnaður með meistaranámið mitt. Og eftir viku kem ég svo heim. Þá vantar mig sjálfboðalið til að drekka ótrúlega mikið af bjór með mér og mála bæinn skærrauðan. Svo þarf maður bara að reyna að vera duglegur í sumar að æfa taekwondo, bandý og fótbolta til að vega upp á móti væntanlegu ölþambi :D

Thursday, May 10, 2007

1 down, 2 to go

Jæja, þá er lokið viku námskeyrslu og heilsdagsprófi í kúrsinum From Biology To Technical Neural Systems. Í fyrsta skipti sem ég hef farið í svona próf. Við þurftum að velja okkur grein úr safni af efnum sem okkur fannst spennandi og undirbúa síðan fyrirlestur og kynningu á plakkati sem við áttum að gera. Eftir viku undirbúning var svo próf í gær, fyrirlestrahrina fyrir hádegi sem allir þurftu að vera viðstaddir, og svo munnleg kynning á plakkatinu og prófað úr skylningi okkar á efninu eftir hádegi. Ég get ekki sagt að fyrirlesturinn hafi verið sá besti sem ég hef flutt, hef gert eitthvað minna af því að halda svona power point fyrirlestra og ég virðist ekki alveg vera að fatta að láta glærurnar vinna með mér þannig að ég vill vaða of hratt yfir efnið án þess að koma nógu góðum útskýringum til skila. En jæja, svo tók við tæp 6 tíma bið, þar sem ég var síðastur inn í munnlega prófið. Það tókst hins vegar mun betur og mér tókst greinilega að kæta Þjóðverjana. Niðurstaðan 10 ETC einingar í bankann og 10 á danska skalanum í einkunnabókina. Þá er bara að fara að reyna að koma sér í gír fyrir næsta próf, sem er líka á miðvikudegi, Auditory Signal Processing and Perception

Lag dagsins í dag er 'Eatin Dust með stónerkempunum í Fu Manchu, sem ég er að fara að sjá á Loppen í Kristjaníu á föstudaginn kemur. Stundum eru jól tvisvar á ári :D

Tuesday, May 01, 2007

Einn ég sit og læri

Í dag er ég búinn að vera heima í allan dag og læra, fyrir utan 30 mín þegar ég fór út að skokka til að viðhalda geðheilsu og vöðvanotkun. En það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í dag er 1. maí og halda Danir hann hátíðlegan eins og við, nema þeir fá sér bjór líka. Því fékk upp úr hádegi sms frá Guðjóni og símhringinu frá Katli þar sem átti að draga mann niður í bæ að skoða skrúðgönguna og fá sér öl. Þar sem ég sá fram að þá myndi ég nú læra eitthvað minna neyddist ég til að segja nei við því. Svo ætlaði ég að fara að sjá Björn syngja með stöku en þar sem ég var ekki á áætlun með nám dagsins verður það víst að bíða betri tíma. Svo reyndi Guðjón að fá mig til að horfa á hörkuleiki í meistaradeildinni yfir öli, þ.a. það er stöðugt áreiti á einbeitinguna. En mér til (ó)ánægju tókst mér að forðast freistingarnar. Kannski ég leyfi mér að fá 1 - 2 fría bjóra á bjórkvöldi FÍVDTU á fimmtudagskvöldinu eftir æfingu. Kannski ég bara hætti að röfla og haldi áfram að læra.

Lag dagsins er Frequency Ass Bandit með Botch